sunnudagur, 13. mars 2011

Svaka skipulagning á sunnudegi

Fórum í einstaklega skemmtilega ferð í IKEA í dag. Eins og öðrum kvenmönnum finnst mér svoldið gaman að fara þangað og sem betur fer tuðar Viðar ekkert yfir ferðum þangað heldur.
Við fáum t.d. alltaf góðar hugmyndir þar og ein fæddist þar einmitt í dag sem við þurfum að fá járnsmið til þess að útfæra betur með okkur :)

Keypti 2 plastbox með hólfum til þess að skipuleggja make-up dótið mitt sem hefur farið hratt stækkandi sl hálfa árið en ég henti 2 hankapokum sl haust af dóti sem ég notaði orðið ekkert.


Hér er önnur skúffan mín af make-upi og hvernig hún leit úr í dag. Nota bene að hún er verri en hún var 10 sek áður. Var nefnilega byrjuð að róta uppúr henni áður en ég tók myndina og henti því ofan í aftur til að taka myndEftir tiltekt og skipulagninu lítur þetta svona út. Ég hef satt að segja ekki tölu á þessu öllu en mér sýnist ég eiga amk

8 bronzera
7 kinnaliti
uþb 90 augnskugga


Það sem vantar reyndar þarna í skúffuna eru allir MAC augnskuggarnir en ég á 12 þannig sem ég ætla ða taka úr boxunum og setja í pallettu. Það fer nefnilega svo vel um palletturnar þarna vinstra megin.


Þá er að kaupa auka plastbox fyrir hina make-up skúffuna ;)
SHARE:

1 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig