fimmtudagur, 24. mars 2011

Chanel meikin

Þið sem kíktuð ofan í snyrtiskúffuna mína sáuð kannski 2 Chanel meik (Chanel Vitalumiere og Chanel Mat Vitalumiere)
Síðan þá hef ég bætt einu við en það er ekki meik sem maður notar aðeins á djamminu eða í kvöldförðun eins og hin 2 meikin. 


Það meik heitir Chanel Vitalumiere Aqua og kemur í lítilli plastflösku.


á vef Chanel segir að meikið sé:


A new-generation texture. An unprecedented sensory experience. A unique makeup result. Rapid and easy application. VITALUMIÈRE AQUA. Apply your makeup without thinking about it.

Its soft and evanescent ultra-fine fluid texture is a real surprise. Although it is exceptionally delicate and light, an incomparable “second-skin” perfecting result is achieved. The complexion appears amazingly even, fresh and energized. The skin glows with seemingly nude beauty. As if glowing from within. Bathed in light… 

Its formula, endowed with a UVB sun filter and mineral sunscreen, protects the skin from damaging sun rays (SPF 15). Its crystalline fragrance accentuates the sensation of freshness and pleasure on application.


Þó svo að svona texti sé yfirleitt frekar háfleigur og enganveginn gegnsær í lesningu þá get ég sagt ykkur að þetta meik er alger snilld. 
Hef notað bæði bursta og fingur til að bera það á og finnst best að nota fingurnar, fyrir utan að það er fljótlegra.


Ég er ein af þeim sem nota ALLTAF kanebo púðrið og hef gert sl 7-8 ár líklega. Þetta meik er ekki meik-legt og er ekki full-þekjandi eins og önnur meik eru yfirleitt. 


Áferðin sem situr eftir meikið er ótrúlega eðlileg en jafnar þó út litinn í húðinni. Ending á áferðinni og litnum eftir daginn er einnig óviðjafnanleg og er meikið alls ekki farið kl 12 á hádegi eins og Kanebo púðrið gerir yfirleitt. 


Eina er að meikið er svoldið dýrt, eða um 6800-7300 kr. Það er því um að gera að bíða eftir Tax free dögum í Hagkaupum eða öðrum afsláttum á Chanel vörum. 


Hér er review sem ég fann á netinu til að þið sjáið aðeins betur hvað ég á við 

úú :)
Hér er einnig smá fræðsla fyrir ykkur um Chanel meikin frá Pixiwoo systrum en þær eru orðnar heimsfrægar fyrir að vera make-up gurus á Youtube..


þær eru samt báðar förðunarfræðingar og vinna við það inná milli þó svo að þær eru farnar að viðurkenna að youtube hefur tekið yfir líf þeirra og öll þeirra vinna snúist nú um það sem viðkemur vörum og youtube. 

Hér er svo heimasíða Pixiwoo : www.pixiwoo.com
og hér er Youtube síðan þeirra: http://www.youtube.com/user/pixiwoo


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig