Mér fannst ekki nóg að vera með Butter Chicken og Saffran hrísgrjón en auðvitað getur það alveg verið nóg, mig bara langaði að prufa eitthvað meira með.
Þessi er bragðmikill en ekki sterkur og er best að gera þegar um klst er í matinn ef það er mikið annað sem þarf að undirbúa, skella svo aftur í pottinn og setja lok á og halda þannig heitu þar til á að bera á borð (hafa helluna stillta á 1 eða einfaldlega slökkva eins og ég gerði).
Bombay Aloo |
Uppskrift (fyrir 4-6)
3 stórar kartöflur
1 laukur, grófsaxaður
1/2 græn paprika skorin í grófa teninga
2 msk tómatpúrra
1 tómatur, skorinn í bita
3 cm engifer, rifinn á rifjárni
4 stk hvítlauksrif, skorin niður í sneiðar eða kraminn
2 tsk karrý
1 tsk cumin (ekki kúmen)
1 tsk chilli duft
1 tsk turmeric
1/2-1 tsk salt
1 tsk Worchester Sósa ( þetta er að vísu ekki mjög indverskt!)
5 matskeiðar söxuð kóríanderlauf
matarolía
- Skrælið kartöflurnar og skerið þær í litla bita um 2x2 cm. Setjið þær í pott ásamt turmeric kryddinu og sjóðið þar til þær eru tilbúnar.
-Þegar kartöflurnar eru að verða tilbúnar, steikið í olíu á pönnu, laukinn, karrý, cumin, chili, hvítlauk og engifer og steikið í 2 mínútur, veltið þessu vel til á meðan
-Bætið tómötum, Worchester sósu, papriku og tómatpúrru útí og hitið vel
-Hellið kartöflunum í sigti og hellið þeim útá pönnuna. Bætið við smá vatni ef þið viljið hafa sósuna þynnri.
-Saltið ef ykkur þykir vanta.
-Setjið í skál og stráið söxuðum kóríanderlaufum yfir
Borið fram með öðrum indverskum mat
enjoy !
-
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)