sunnudagur, 20. mars 2011

góð kaup

Hef eignast þessa augnskuggapallettu frá The Body Shop (A la Mode) og verð að segja ykkur frá henni þar sem hún er góð kaup og hefur rosalega fallega liti, sérstaklega fyrir djammið... Sá svarti er alveg mattur og hægt að gera rosalegt smoky look með honum auk þess sem að það er hægt að nota hann sem eyeliner með mjóum bursta.  Það er vel hægt að gera dagsförðunarlook með þessum augnskugga líka en bleiki er alveg rosalega fallegur og get ég ímyndað mér að ég eigi eftir að stelast pínu til að nota hann sem kinnalit í sumar

Einnig er svoldið cool hvað litirnir eru mjúkir í áferð, þeir fara ekki í línur á augnlokunum og það er sterkur litur af þeim öllum.
Pensillinn sem fylgir með er með þeim betri sem ég hef fengið með augnskuggasettum og einnig fylgir lítill svartur blýantur með. Hann er þó ansi harður fyrir minn smekk en mjög handhægur

Litirnir eru :
Mattur svartur
perluhvítur
shimmer bleikur
metal grár

3490 kr minnir mig sem er mjög gott verð
Takmarkað magn og kemur aðeins út í vor. ;)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus8:44 e.h.

    Ég fékk einmitt svona í afmælisgjöf :) ...Tinna

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig