fimmtudagur, 17. mars 2011

Hummus


Hummus er arabískur réttur og hans getið í bókmenntum langt aftur í aldir.

Í mið-austurlöndum er rétturinn oftast borðaður sem ídýfa eða álegg ofan á flatbrauð sem svipar til pítu. Einnig er þetta borðað með kjúkling, fisk og fleiri réttum.

Hér á íslandi eru held ég flestir vanir því að  borða þetta ofan á nýbakað brauð eða jafnvel hrökkbrauð.
Sjálfri finnst mér gott að nota þetta sem ídýfu fyrir kex eða gúrkur. Best er þetta ofan á baguette

Nokkrar leiðir er hægt að fara til að útbúa Hummus.
Vanalega hef ég lagt baunir í bleyti yfir nótt og svo soðið þær en í þetta skiptið notaði ég baunir úr dós.
Þetta er alveg skrambi ódýrt, en ein dós kostar aðeins 99 krónur

Hellið safanum af baununum, hann er notaður seinna til að þynna hummusið þegar það er í blandaranum

Öll innihaldsefnin 

Kjúklingabaunir, ólífuolía, Cummin, Hvítlaukur, salt, Tahini og paprikukrydd


ég nota lítinn blandara sem fylgir með töfrasprota-setti. þar áður notaði ég bara blenderinn minn (sem maður notar til að gera smoothies) og það tókst alltaf alveg bærilega. Það þarf þó smá meiri þolinmæði þar sem þá þarf maður að stoppa hann ansi oft og hræra uppí blöndunni. en
ÞAÐ ER SAMT HÆGT :)


Vinsamlegast leiðið hjá ykkur puttafarið
Þetta leit svona út eftir að hafa blandað þessu saman í mixernum í ca 1.5 mínútur 

Borið fram í skál, hellt ólífuolíu yfir og smá papriku til skrauts

Uppskrift:

1 dós kjúklingabaunir (400 gr ef þið sjóðið baunirnar sjálf)
1/4 bolli ólífuolía (ég notaði Extra Virgin af því ég átti ekki venjulega)
1 hvítlauksrif, aðeins kramið áður
1 tsk Cummin
1 tsk salt
1/8 tsk paprika
2 tsk tahini (fæst orðið í öllum búðum. Athugið í heilsuhornið í búðinni)
1-6 msk safi af baununum

Allt sett í mixer og blandað saman í mixer.
Það er ekkert endilega nauðsynlegt að setja safa af baununum útí mixið þegar þið eruð að mixa þetta en ég notaði í þetta skiptið 4 msk. Annars er þetta svoldið þykkt og clumpy.

setjið í skál og hellið smá ólífuolíu yfir og stráið um 1/8 tsk af papriku yfir til skrauts.

-p.s. stundum set ég steinselju útí og er það alveg optional

Enjoy ;)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus6:58 e.h.

    Ég var að skella í þennan hummus og hann er rosa góður. Hef aldrei búið áður til og er mjög ánægð með útkomuna
    Kristrún Odds

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig