mánudagur, 7. mars 2011

Beikonpasta

Hér er beikonpastað sem ég endaði á að gera í kvöldmatinn.


Beikon, laukur, hvítlaukur og smá skinka sem var á síðasta söludegi skellt á pönnu og steikt. Rjóma skellt útá auk Ricotta osti sem ég átti í ísskápnum og var orðinn útrunninn en var enn í lagi með. Fínt að nýta hann, skelli alltaf smá mjólk útá til að hafa þetta ekki bara með rjóma og osti og þykki aðeins ef ég þarf. Krydd eins og oregano, salt, pipar og graslaukur... soðið saman, smakkað til og hellt útá ferskt pasta.

Hef gert 101 útgáfur af þessu pasta, allar jafn góðar en geri það ekki oft því það er jú að mestu búið til úr rjóma + pasta... + feitu beikoni.

Önnur klassísk leið er að nota skinkumyrju + rjóma útá laukinn, hvítlaukinn og beikonið. Þá þarf eiginlega ekkert að krydda nema kannski smá ítalskt krydd

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig