föstudagur, 8. september 2006

@ sveitin

já, mín mætti á Hunkubakka eldsnemma í morgun, eða svo gott sem...
auðvitað þurfti ég að mæta einhverjum sem ég þekkti svo að það komst upp um ástandið á mér...
að vera að keyra um nótt til víkur á fimmtudegi til að fara að skoða rollur fyrir hádegi á föstudegi... er það nú ástand :)

á morgun verð ég svo mætt í réttargallann rúmlega átta og labba niðrí rétt, svona á þetta að vera.. :) veit ekki nema kannski ég dragi eina rollu eða svo. bara svona til að geta sagt frá því :) ekki vantar samt fólkið til þess, aðal sportið fyrir fjarskylda ættingja fólks í sveitinni að koma BARA til að geta sagt að það hafi farið í réttir. já svona verð ég með börnin og barnabörnin eftir nokkra tugi ára!
hehe
... ef þá verður réttað enná þá á annað borð

réttarball á morgun og það er sko okur! 2200 kall til að fara að hlusta á úrbræddan söngvara og fullan bassaleikara!
já maður er ekki að borga fyrir dýrðina, svo er enginn posi, já afhverju er það nú? jú ! svo að þeir geti aldeilis gefið upp að 70 manns hafi komið á ball og þeir hirða svo afganginn, þá hljómsveitin! ER ÞAÐ NÚ OKUR!!!
en... SAMT á ég örugglega eftir ða mæta, er það nú klikkun...

fínt að hafa þráðlaust net hérna í sveitinni líka :p en... auðvitað næst það ekki hjá ömmu og afa í næsta húsi. nei.. aldrei skal mar vera ánægður. :)))

sjáumst við ekki á balli á morgun krúsin mín??
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig