sunnudagur, 3. september 2006

Helgarrapport frh

vorum komin heim rétt rúmlega 8 og þá voru plönin ekki búin ó seiseinei... ég ætlaði með Atla, Gumma Vigni og einhverjum upp í Hólaskjól þar sem Hólafjör 2006 var haldið, en þegar ég heyrði í Atla var svo rooosalega langt í að þau myndu leggja af stað að ég dobblaði bróður minn ( ég orðin drukkin eftir bryllupið) til ða keyra Dadda minn upp í Hóla og við skyldum svo gista þar. Eftir því sé ég nú ekki enda komu hin sem ég ætlaði upprunalega með svo seint að þau missu af mesta fjörinu.
í boði voru sleikjóar í massavís sem er alger snilld á fylleríi!!! hrátt hangikjöt, reyktur silungur, hákarl, brennivín og Thule... SNILLDAR samsetning alveg...

svo var brenna og brekkusöngur, trúbador með hljóðkerfi (já og það var ekkert rafmagn í húsinu.. hehe. undarlegt!) allir fengu danskort og svo var stiginn trylltur dans fram eftir,,, og er ég með marbletti sem sanna það!
sofnaði svo væri undir heitri verndarhendi frá aðila sem deildi með mér kojunni... hmmm hveeeer var það????? (nei ! ekki þráinn!!!) :))))

frábært kvöld í alla staði - Takk fyrir mig þið sem ég hitti... er nefnilega ennþá að hitta fólk sem ég hef ekki séð í hátt í ár!

allaveganaa nóg í kvöld
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig