föstudagur, 1. september 2006

gott kvöld.

já, átti alveg hreint æðislegt kvöld með stelpunum áðan...

jóna byrjaði á ða koma með baquette snittur með ýmsu mjög góðu góðgæti á.. þar á meðal graflaxi og camembert svo eitthvað sé nefnt!

eftir að hafa togað einhverja korka upp úr flöskum hófst ég svo handa við STÓR eldamennskuna sem fól í sér ALLT of mikið uppvask enda ég engu öðru vön en stórum vöskum sem taka lengi við, risa eldavélum og allt að gerast! pirrandi að vera bara með 4 hellur! :D hefði alveg getað notað 8 með engum vandræðum!
á hverri hellu var semsagt panna með kjöti á.. þ.e.a.s 3 tegundum og ein hella með sjóðandi vatni tilbúið fyrir núðlurnar!

á matseðlinum var...

sticky hrísgrón (verða að vera þannig svo að séns sé að borða þau með prjónum!)
hvítlaukssvínakjötsstrimlar í tómatsósu (án efa vinningshafi kvöldsins)
tígrisrækjur með núðlum, karrýsósu og grænmeti
Nautakjötssnitsel, skorið í ræmur með ostrusósu og öðru grænmeti
kjúklingur í red curry sósu
pad thai núðlur

eftir þetta gubbuðum við næstum enda átum við allt of mikið!!!!
hefði líka sjálfsagt verið pláss fyrir 1-2 í mat.. :)
hvað er þetta, ég er vön að elda fyrir 130 manns og svitna varla!

jæja...

lágum svo á spjallinu frameftir og ákváðum að heita ávaxtakakan með ísnum YRÐI að bíða í smá stund vegna aðstæðna... :)
jóna, verður að koma áður en þú flytur út! :)

takk stelpur
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig