sunnudagur, 3. september 2006

Helgarrapport

jæja... enn önnu helgi búin og þessi ekkert síðri en sú síðasta...

á föstudaginn var ég frekar sorgleg, endaði á rúntinum í góðum félagsskap langt fram eftir, og auk þess í smá þunglyndi að ég er eiginlega orðin of gömul svona einhleyp og hress til þess að fara á BUSABALL hjá Fsu, þess vegna sendi ég bróður minn sem stóð sig vel í að gera það sem ég hef stundað á svoleiðis samkomum! :))))

á lau svaf ég út eins og engill, NOT,, ég svaf alveg ömurlega, alltaf að vakna og dreyma einhvern fjárann, aldeilis ða það gat rúmast mikið rugl í hausnum á mér. svo til að toppa ruglið á mér dreymdi mig í örugglega 2 tíma með því að vera ALLTAF að rumska að ég finndi hvergi klósett og væri ALVEG að pissa í mig... fattaði svo þegar ég var alveg orðin úrkula vonar í draumnum að ég finndi klósett að mér var virkilega mál að pissa, fór á klósettið ( í hinum raunverulega heimi) og svaf nokkuð vel það sem eftir var.
Skellti mér svo í göngutúr með iPodinn minn en endaði heima hjá Einsa og Söndru í kaffi auk þess að fara á rúntinn með Stebba, kominn tími til að ég fái að setjast upp í þennan Lexus! :)
kl 4 var ég svo komin í græna jakkann sem Árún saumaði og HVítar buxur (já þetta hljómar meira að segja jafn skelfilega og það var!) og mín á leiðinni í bryllup hjá Hiddu og Eyjólfi. Allt fór vel og við átum mat og köku og þau voru gift að lokum :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig