sunnudagur, 10. september 2006

helgarrapport

já, ég þarf ekki að skrifa langt rapport þennan sunnudaginn þar sem ég er búin að blogga smá um helgina...

ég svaf aðeins út þegar koma að því að fara í réttirnar enda var ÚRHELLI þegar ég vaknaði kl 9 og blautar kindur eru ekkert mitt uppáhald, hvað þá kindur yfir höfuð?
var því mætt með pabba um hálf tíu niðrí rétt.
fór ekki inn í almenning því að þar var nú meira drullusvaðið! og því dró ég ekki einustu kind þetta árið! held líka að ég geri meira ógagn en gagn þar inni.

Seinnipartinn las ég svo aðeins í félagsfræði og svo var það kjötsúpa nr 3 þessa helgina og um kvöldið lambalæri í stykkjavís ásamt ís hjá Björgvin.

um kvöldið fór ég á ball í kirkjuhvoli, já það endaði auðvitað þannig!
ég fer sko líka á ballið næstu helgi! svo ætla ég í smá hlé frá því að keyra austur, er búin að fá miklu meira en ógeð á að keyra þetta svona á milli hverja helgi!!
ballið var svona mest megnis fínt, kannski fyrir utan gaurinn í Hawaii skyrtunni með stráhattinn sem stalkaði mig ansi mikið seinni part kvöldsins! gaman að því samt....
dansaði við ansi marga og hitti nokkra gamla og góða :)

fékk svo far heim til ömmu með ívari frænda á rútunni, ekki slæmur einkadriver þar á ferð!

en.. farin að læra
myndir væntanlegar seint í kvöld eða á morgun

bæbæ
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig