fimmtudagur, 26. ágúst 2010

Bláberjadaður

Jæja....

Long time no see.

Í síðustu viku fór ég í bláber. Skemmdi 2 dekk og stóð í alskonar ævintýrum þann dag. Ég týndi samt ansi lítið af berjum vegna þess alls og stefni því að fara aftur um helgina eða eftir helgi..

Það tók því ekki að sulta neitt úr þessum berjum og voru því frekar sett í skál og hafa verið étin hér næstum á hverjum degi síðan. Í gær var komið að því að annað hvort frysta berin eða gera eitthvað úr þeim svo að ég lagðist í smá rannsóknarvinnu og fann svo skemmtilega köku að ég ákvað að ég yrði að prufa hana.

Kakan á sér smá forsögu frá árinu 1954 þegar 15 ára stelpa lenti í öðru sæti í Pillbury kökukeppni í Bandaríkjunum og vakti fyrir það mikla athygli. Síðan þá hefur þessi kaka verið bökuð á mörgum Bandarískum heimlum og er mjög vinsæl. Kakan hét þá Blueberry boy bait, eða Bláberja stráka-beita. Stelpan lýsti því að kakan væri svo góð að ef strákar myndu fá sér bita þá myndu þeir verða fyrir miklum áhrifum frá kökunni.

Uppskriftin er eftirfarandi 

deig
230 gr smjör (mjúkt)
1/2 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur / eða ljós púðursykur
3 egg
2 bollar hveiti
1 msk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli mjólk
1/2 bolli bláber

ofan á kökuna:
1/2 bolli púðursykur eða sykur
1 tsk kanill
1/2 bolli bláber

Aðferð 

Fyrst er að gera hrært deig. Þ.e. setja smjörið í skál ásamt öllum sykrinum og þeyta saman í ca 2 mínútur.
Þar næst er eggjunum bætt við, aðeins einu í einu og þeytt í ca 15-30 sekúndur á milli hvers eggs svo að hræran skilji sig ekki (reyndar hef ég prufað sjálf þegar ég eitt sinn bakaði 20 formkökur í einu að setja öll eggin bara í einu og hræra. Eggin þurftu aðeins meiri þeytingu, enginn dó og kökurnar voru fullkomnar). En farið bara eftir þessu og hana nú :)

Út í smjörið, sykurinn og eggin er síðan öllum þurrefnunum skellt saman við auk 1 bolla af mjólk (ég bætti ca 1/4 bolla í viðbót í deigið)  og hrært þar til allt er vel blandað saman (muna, ekki hræra OF mikið).

Þegar allt er komið saman er hálfum bolla af ferskum eða frosnum bláberjum  hrært samanvið og sett í skúffukökumót (ef þetta á að að fara í stórt skúffukökuform þá þarf 2falda uppskrift, mitt form er ca 30x15 cm).

Ofan á óbakaða kökuna er dreyft yfir 1/2 bolla af bláberjum og kanilsykursblöndunni svo stráð yfir.

Bakað í ofni á miðhillu á 180°C í ca 30-45 mínútur eða þar til prjóni sem er stungið í kökuna kemur hreinn út. í guðanna bænum fylgist bara með kökunni af og til :)


Bjálæðislega góð kaka, pínu óvenjuleg með nýtt bragð. Bragðmikil og alveg rosalega mjúk.

punktar: 

  • Gæti verið gaman að setja aðra ávexti í kökuna einso t.d. kokteilber, hindber, ananas, epli ofl. 
  • Sleppa öllum púðursykrinum í kökunni og setja aðeins sykur. Kakan er svoldið sæt og pínu karmellukennd vegna púðursykursins. 
  • Gera 1/2 uppskrift og setja í eldfast form og borða heita með ís í saumaklúbbnum. 
  • Setja meiri bláber !!! :) 

Því miður tók ég engar myndir af kökunni en eftir smá leit á netinu fann eg mynd sem líkist minni köku.


Endilega eyðið nú smá af berjunum ykkar í eina svona köku og frystið einnig helling af berjum svo þið getið gert kökuna í allan vetur :) 


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig