fimmtudagur, 4. ágúst 2011

Harissa-kjúklingur á teini

Mikið hefur verið rætt um Harissa í matarbloggheimum upp á síðkastið. Aðallega hefur verið að tala um hve bragðmikið og spennandi þetta kryddmauk er. En það er frekar sterkt, með tómat, chili og hvítlauk en er þó alls ekki eins og eitthvað sem maður gerir auðveldlega heima.

Ég ákvað að prufa að gera mína útfærslu af rétti með þessu mauki og er hann alveg rosalega auðveldur og tilvalinn á grillið heima eða í útilegunni.


Svona lítur Harissa maukið út sem fæst orðið í flestum búðum og er það mauk sem ég notaði.

Uppskriftin og aðferðin er einföld. 

Skerið niður 3 kjúklingabringur, skellið öllu saman og setjið í box sem ætti ekki að opnast (ef þið eruð að fara í útilegu og ætlið að taka þetta með). 

Ég er mjög oft með marineraðan kjúkling með mér í útilegum til þess að grilla annað kvöldið og grilla þá vanalega maístöngla líka. 
Ég á fjölnota grillpinna sem ég fékk mjög ódýra í IKEA og hef vanalega 4 stk af þeim í matartöskunni minni sem fer allt með okkur í útilegum.  Einnig er ég með einnota latexhanska til þess að nota til að þræða uppá pinnana svo að það er auðvelt að þrífa sig eftir á. 

Til þess að hafa eitthvað annað en kjúklinginn og maísinn setti ég eina öskju af sveppum í box, hellti yfir hvítlauksolíu, pipraði og saltaði og þræddi svo upp á pinnann líka kvöldið eftir þegar þetta var grillað. 









Þetta er mjög gott kryddmauk og alls ekkert svakalega sterkt (Arnar Smári 8 ára, borðaði þetta með bestu lyst og kvartaði ekki yfi að þetta væri sterkt).  Spennandi bragð og allt öðruvísi en maður er vanur. 
Góð tilbreyting frá grilluðu kjöti!

Uppskrift

3 stk kjúklingabringur, hver og ein skorin í 8 bita 
2 msk Harissa mauk
2 msk sýrður rjómi (má vera með einhverjum bragðefnum og einnig er hægt að nota jógúrt )
2 msk matarolía
1/2 tsk salt

blandað saman í skál og geymt þar til það er notað. 

Þrætt upp á grillpinna/spjót og grillað þar til tilbúið

gott með kaldri hvítlaukssósu




SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus2:13 e.h.

    Girnilegt...prófa kannski í útilegu í sumar :-)
    Kv. Fjóla (Vignis systir)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:01 e.h.

    Búin að prófa...rosalega gott.8)
    Kveðja
    Kolla slysó

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig