þriðjudagur, 9. ágúst 2011

Taco, tortilla og Fajitas kryddblanda

Ég er farin að gera svona blöndu reglulega og eiga í krukku inní skáp.  þar á undan hed ég vanalega keypt tilbúið krydd í bréfum en þau kosta rúmlega 200 kr stykkið og dugir í eitt skipti. Hvers vegna ekki að nýta krydd sem maður á? 











Uppskrift: 
4 msk chili krydd
3  msk paprika
3 msk cumin 
2 msk laukduft
1 msk hvítlaukduft
1 msk salt

Öllu hrært saman og geymt í loftþéttri krukku með loki. 
Notað út á kjúkling eða hakk þegar þið gerið Tortilla, Taco eða Fajitas. 

Þegar þið gerið hakk:
Steikið hakkið (einn bakka), hellið 1 dl af vatni útá þegar hakkið er steikt og notið 2 matskeiðar af kryddblöndunni (meira ef þið viljið). Látið malla saman þar til vökvinn er farinn. 

Þegar þið gerið kjúkling:
Kryddið kjúklinginn mjög vel með kryddinu. Ef þið notið lundir, þarf ekki að skera þær í smærri bita en ég hef skorið bringurnar í smærri bita og steikt svo uppúr olíu. 

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig