Ég er farin að gera svona blöndu reglulega og eiga í krukku inní skáp. þar á undan hed ég vanalega keypt tilbúið krydd í bréfum en þau kosta rúmlega 200 kr stykkið og dugir í eitt skipti. Hvers vegna ekki að nýta krydd sem maður á?
Uppskrift:
4 msk chili krydd
3 msk paprika
3 msk cumin
2 msk laukduft
1 msk hvítlaukduft
1 msk salt
Öllu hrært saman og geymt í loftþéttri krukku með loki.
Notað út á kjúkling eða hakk þegar þið gerið Tortilla, Taco eða Fajitas.
Þegar þið gerið hakk:
Steikið hakkið (einn bakka), hellið 1 dl af vatni útá þegar hakkið er steikt og notið 2 matskeiðar af kryddblöndunni (meira ef þið viljið). Látið malla saman þar til vökvinn er farinn.
Þegar þið gerið kjúkling:
Kryddið kjúklinginn mjög vel með kryddinu. Ef þið notið lundir, þarf ekki að skera þær í smærri bita en ég hef skorið bringurnar í smærri bita og steikt svo uppúr olíu.
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)