í tilefni þess að þessi uppskrift birtist í mogganum í dag þá uppfærði ég hana aðeins og setti how to myndir inn
Ég var með þessa ostaköku í útskriftarveislunni minni. Ég satt best að segja elska bakaðar ostakökur... Ekkert allt of mikið vesen, bara smá flórsykur yfir og hún er tilbúin... smá klístruð kaka og alveg ómótstæðilega BRAGÐGÓÐ... Klárlega kaka sem er worth trying. Mér amk finnst að það sé kominn tími fyrir íslenska ostakökumatgæðinga að leggja matarlímið á hilluna og prufa bakaðar ostakökur
Þessa köku er best að gera deginum áður en hana skal ekki borða fyrr en AÐ MINNSTA KOSTI 4 tímum eftir bakstur og þarf hún að vera alveg köld.
Kexbotn
300 gr digestive kex, mulið í vél eða í höndunum
50 gr sykur
85 gr smjör
kexinu og sykrinum er blandað saman og bræddu smjöri hellt yfir... Því er svo blandað vel saman og sett í botninn á kringlóttu smelluformi og skellt í ískáp meðan hitt er hrært saman
Ostakaka
800 gr rjómaostur
150 gr sykur
230 gr sýrður rjómi (ég notaði 18%)
2 egg
15 gr kartöflumjöl
5 ml vanillu EXTRACT... (ekki essens... ekki kötludropa... alvöru vanillubragðið er lykillinn :) )
ath að ekki er nauðsynlegt að nota hrærivél en það auðveldar verkið töluvert
Fyrst er rjómaosturinn hrærður aðeins til að mýkja hann. Þarnæst er sykrinum bætt útí og þetta tvennt hrært vel saman í um 30 sekúndur. Bætið því næst kartöflumjölinu, eggjunum og vanillu extractinu og hrærið saman.
Að lokum er sýrða rjómanum bætt útí en það er gott að hræra hann aðeins í boxinu áður eða setja í aðra skál og hræra þar þar sem hann er svo stífur og gæti annars endað í litlum kekkjum hér og þar í deiginu. Öllu er blandað saman og síðan hellt yfir botninn.
26 cm form |
Margar uppskriftir segja að baka eigi ostakökur í vatnsbaði til þess að það sé ekki of mikill "beinn hiti" eða "direct heat". Hann ku víst valda sprungum í kökunni og of dökkum hliðum. Ég lagðist í töluverða rannsóknarvinnu á netinu og fann það út að það á að vera svipað gott að vefja einfaldlega álpappír utan um formið og ýta honum ekki of þétt að forminu... Með því hindrar maður aðeins hitann í að koma að forminu... Ég amk tók MJÖG langa örk af álpappír, braut í tvennt ca og kuðlaði utan um formið. Kakan sprakk ekki og endarnir urðu ekki of brúnir : success...
Kakan er síðan bökuð við 200 °C í 40 mínútur (styttra ef kakan verður fljótt brún!) og síðan látin kólna í lokuðum ofninum í ca 20 mín og restina á borði eða sett í kæli. Það er eðlilegt að hún falli.
Fáið samt ekki taugaáfall þegar þið takið kökuna úr ofninum og hún dansar til og frá eins og óbökuð kaka. Þið getið séð hvað ég meina í endanum á þessu myndbandi hérna -->
Á netinu má finna alveg ÓTRÚLEGAN fjölda uppskrifta af amerískum ostakökum. Ég er búin að lesa töluvert mikið um þessar kökur í gegnum tíðina og hef komist að því að það eru ýmsar kreddur til um hvernig þessar kökur eigi að vera bakaðar. Ég hins vegar endaði á að lítast best á þessa uppskrift sem ég deili hér með ykkur.
ég mun blogga síðar um þessi frábæru cupcakes sem eru einnig á borðinu :) |
Ofaná kökuna má setja ferska ávexti, setja jafnvel karmelluíssósu yfir eða hvað sem ykkur dettur í hug.
Fyrir útskriftina útbjó ég heita bláberjasósu sem samanstóð af bláberjum, vatni, sítrónu sem soðin var með, sykri og maizenamjöli... Bláber og vanilla er líka unbreakable par !
uppskriftin að bláberjasósunni sem ég geri er
100 gr bláber
50 gr sykur
soðið þar til berin springa
þykkt með maizena mjöli sem hefur verið leyst upp í vatni
Það má þó með sanni segja að kakan hafi slegið í gegn. Mun gera hana aftur við tækifæri !
enjoy ;)
Hæhæ og takk fyrir frábæra síðu!
SvaraEyðaBakaru þessa köku neðst í ofni? Læturu hana svo kólna í ofninum með hurðina opna eða lokaða?
Ég bakaði hana í miðjum ofni og lét hana svo vera áfram í ofninum í 10 mín með hurðina lokaða eftir að ég slökkti á honum og hún varð veeeel brún að ofan. Nánast brunnin á köntunum :(
kv. Sara
Hæhæ
SvaraEyðaÉg hef mína neðarlega fyrir miðju. Þannig að kakan sjálf sé í miðjunni en grindin neðarlega fyrir miðju.
Eins og þú sérð á myndunum þá verður mín ekki svona dökk og greinilegt að þú þarft að hafa hana styttra inni næst eða lækka hitann
Þessir blessuðu ofnar geta verið svo misjafnir :/
Gangi þér vel
Já og ég hef hurðina lokaða
SvaraEyðaÉg bakaði þessa köku síðustu helgi og hún er svakalega góð .. :)
SvaraEyðaKveðja Guðný
Takk fyrir svarið. Þó hún hafi verið dökk ofaná þá var hún fín í hliðunum og guðdómlega góð. Botninn brotnaði reyndar aðeins þegar maður fór að skera í hana en það kom ekki niður á bragðinu. Takk fyrir að deila þessu með okkur.
SvaraEyðakv. Sara :)
Hæ hæ, þú notar kartöflumjöl í kökuna og maizenamjöl í sósuna, er hægt að nota sama mjölið, og hvort er þá betra?
SvaraEyðakv. Lára
Ég nota maizena mjöl en það er alveg hægt að nota hvorug tveggja. :)
SvaraEyðaMig minnir að ég hafi notað kartöflumjöl í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta og það kemur eiginlega eins út. Ætli það hafi ekki verið að rugla mig þegar ég setti þetta svo hérna inn
með kveðju og gangi þér vel :)
Vifta or no vifta;) og já ofnar eru alveg svakalega misjafnir...
SvaraEyða800gr, er þetta ekki örugglega bara í eina köku?
SvaraEyðaFinnst þetta svo miklu meira en í sambærilegum uppskriftum...
en langar mest að gera þína :-)
Kv. Fjóla (Vignis systir)
Hæ, er hægt að nota eitthvað í staðinn fyrir kartöflumjölið og maizenamjölið? Er nefnilega byrjuð að baka og sá að þetta var löngu útrunnið hjá mér. :)
SvaraEyðaNei því miður :/
SvaraEyðaEf ég baka á blæstri stilli ég þá ekki á 180 gráður?
SvaraEyðaKv Linda
hæ hæ
SvaraEyðahvað er ein kaka fyrir ca marga í eftirétt?