þriðjudagur, 30. ágúst 2011

Vínarbrauð

Þetta er uppskrift af vínarbrauðum sem ég hef borðað eins lengi og ég man eftir mér. Ég hef núna erft uppskriftina frá mömmu sem hefur líklegast fengið hana frá ömmu o.s.frv. og núna er ég farin að gera mín eigin vínarbrauð. 

Það hefur alltaf verið bleikur glassúr á vínarbrauðunum hjá mömmu og langar mig ekkert að breyta því

Hér getiði lært hvernig þig eigið að gera gamaldags vínarbrauð sem eru uppáhalds krakkanna og frábært í ferðalög. undirbúið herlegheitin

Þurrefnin öll sett í skál og brjótið smjörið útí skálina og myljið það niður þar til að blandan lítur út eins og á myndinni hér fyrir neðan. Smjörið þarf að vera frekar lint svo þetta taki ekki of langan tíma 

Setjið allt það blauta ofan í skál í þurrefnablöndunni

hrærið aðeins saman þar til að þið getið sturtað deiginu á borð og farið að hnoða 

hnoðið þetta :)

deigið tilbúið

skiptið deiginu niður í 4 hluta og fletið svo hvern hluta út í ferhyrning sem þið skerið svo í þrennt (með pizzaskera eða kleinujárni) í miðju hvers rennings setjið þið svo ríflega mikið af rabbabarasultu og brjótið endana inn að miðju, en ekki láta endana snertast ! 

þegar vínarbrauðin eru komin úr ofninum setjið þið á þau glassúr (þau þurfa samt aðeins að kólna) og skerið í bita. 

fáið ykkur stórt glas af mjólk og gæðið ykkur á ! 


uppskrift: 
(1 bolli eru 250 ml)

6 bollar hveiti
2 bollar sykur
200 gr. smjörlíki/smjör
3 tsk lyftiduft
½ tsk hjartarsalt
2 stk egg
ca 2-3 dl mjólk
smá sítrónudropar og vanilludropar

1 krukka rabbabarasulta

eins og þið sjáið þá er uppskriftin stór! Endilega minnkið hana ef þið viljið ekki kúffulla hnoðskál af vínarbrauðum :) 

Aðferð:
-Setjið þurrefni í skál og myljið smjörlíki/smjör vel saman við. 
-Bætið eggjum, mjólk og smá f sítrónudropum og vanilludropum saman við og hnoðið saman.
-skiptið deiginu í 3 hluta og fletjið hvern hluta út í ferning, skerið hvern ferning niður í 3 lengjur og setjið rabbabarasultu á miðju hverrar lengju. 
-Brjótið enda lengjanna inn að miðju en látið endana ekki snertast. (ath, deigið á eftir að lyfta sér helling í ofninum svo hafið ekki miklar áhygjur af því að deigið sé svoldið þunnt)
-Færið lengjurnar yfir á plötur með smjörpappír og bakið við 180°C í um 15 mínútur eða þar til að lengjurnar eru aðeins farnar að brúnast. 
-Takið lengjurnar út, útbúið glassúr (flórsykur, vatn og smá rauður matarlitur, ef til vill smá möndludropar) og pennslið yfir lengjurnar.
-Skerið lengjurnar niður og geymið í boxi með loki. 
-Geymist vel 

enjoy ! 
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig