Því miður fæst Pimm's ekki á Íslandi... Svo þið bara verðið að kippa einni flösku með næst þegar þið farið til Bretlands.
Pimm's og lemonade er hinn fullkomni pikknikk drykkur, saumódrykkur, grillfordrykkur... osfrv...
Hann er iðulega framreiddur í stórum könnum með fullt af ís, gúrkum (já gúrkum!), jarðarberjum, mintulaufum, sítrónu og appelsínu. Að vísu má svo leika sér enn meira og setja aðra ferska ávexti eins og kíví og vínber svo eitthvað sé nefnt.
Drykkurinn er jú að vísu svoldið sérstakur á bragðið og get ég viðurkennt að fyrst þegar ég smakkaði hann þá skyldi ég ekki alveg allt umtalið sem hann fékk í Bretlandi (ég btw bjó í Bretlandi það sumar sem var það heitasta sl 100 ár) en að lokum var ég alveg orðin hooked !
Til að lýsa bragðinu verð ég að segja að það er ferskt en með þó smá kryddað. Með límónaðinu verður drykkurinn alveg guðdómlega svalandi og góður og ekki skemma allir ávextirnir (+ gúrkan) fyrir.
Hlutföllin á blöndunni eru :
1 hluti Pimm's á móti 3 hlutum af 7up, límónaði, sprite eða öðrum sítrónudrykk
setjið fullt af klökum ásamt jarðarberjum, myntulaufum, gúrku, appelsínu- og sítrónusneiðum
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)