sunnudagur, 25. maí 2008

Glimrandi fín helgi...

Fór austur á fimmtudaginn þegar ég var búin að sofa eftir næturvaktina, kíkti aðeins við hjá Fúsa og Guðnýju og ég og Fúsi æfðum nokkur ný lög sem við tókum upp í prógrammið.
Endaði svo fimmtudagskvöldið á örlitlu kennderí-i með freyðivínsflösku sem sat svo allan föstudaginn í höfðinu á mér svo að ég var mjög róleg það kvöldið :) Afrekaði það samt að liggja uppí sófa hjá Stjána og Sigga, poppa og horfa á Die Hard I, hana hafði ég bara ALDREI séð
áður... *segi-varla-frá-svona*

Eurovision-teitið á kaffinu tókst ROSALEGA vel... Allir sungu með og flest allir dönsuðu svo að 2 snafsar og einn bjór (Svenni) voru mjög sátt þegar þau fóru heim til sín.. sem var EKKI snemma...

Hér kemur ein mynd af Jobba síðan í góða veðrinu á laugadeginum þegar við fórum að leika niðrí fjöru

og að lokum 2 myndir af okkur frá laugardagskvöldinu


Við vorum líka svo vinsæl þetta kvöldið að 2 ljósmyndarar voru á svæðinu og tóku ÓTRÚLEGA margar myndir.. .svo margar að fólk var farið að velta því fyrir sér hvort að við værum orðin fræg (svo er nú ekki).. Fæ vonandi myndirnar á CD áður en langt um líður og sýni einhverjar hér :)

takk fyrir góða helgi :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig