laugardagur, 17. maí 2008

ég er mótmælandi..

ég viðurkenni það, já ég stend í þöglum mótmælum þessa dagana!

þar sem að ég persónulega á ekki vörubíl þá mótmæli ég háu bensínverði með því að leggja bílnum og hjóla allt það sem ég þarf að komast. Þó svo að staðirnir séu í ólíkum póstnúmerum... iss, það er minnsta málið. Ég er að verða nokkuð góð í brekkunum held ég bara og ég er mikið búin að bæta mig í hjólaleikninni síðan í danmörku í ágúst þegar ég komst ekki út á götu án þess að vera búin að FLJÚGA á höfuðið og lá flækt í dekkjum og stíri út undir húsvegg og beið eftir að Árún gat jafnað sig á hláturskrampanum til að aðstoða klaufabárðinn. 

Var núna að koma úr vinnunni, hjólandi að sjálfsögðu og stefni á að hjóla aftur í fyrramálið !
(engin loforð eða fögur fyrirheit  fylgja fyrri setningu!)

jæja.

ég er þreytt

góða nótt
SHARE:

3 ummæli

 1. Nafnlaus9:38 f.h.

  Þannig að ég get treyst þér fyrir hjólinu mínu núna hehehe..

  Hlakka til að fá þig sæta.

  SvaraEyða
 2. já, veistu Árún, það er JAFNVEL að mér sé treystandi fyrir hjólinu :)

  SvaraEyða
 3. það er nú líka þetta fína hjólaveður þessa dagana, reiðhjól eru sko málið núna... :-)

  ég var m.a.s. að afþakka lánsbíl í heila viku því ég tími ekki að kaupa bensín og langar að nota góða veðrið til að hjóla í og úr vinnu... :þ

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig