þriðjudagur, 22. febrúar 2005

Sky High

ég er svo spennt, veit ekki alveg fyrir hverju, kannski af því að mér tókst að redda mér fari í fjallaferðina um helgina,
...eða þá að hausinn á mér er á flugi vegna ýmislegs skringilegs
...eða að ég verð með OFUR skemmtilegu fólki í bíl
...eða bara búin að vera ágæt vika
...eða fann brjálæðislega gott lag (I want you to want me)
...eða að 2 snafsar eru kannski að spila á selfossi á fimmtudaginn
...eða ég hlakka til að hitta vini mína um helgina
...eða ég er búin að drekka of mikið kaffi
...eða að aldurinn sé að fara svona með mig

Og BTW til að taka öllspurningar merkin afykkur, þá er ég ekki ástfangin...

Tók tilraunardýr í kjúkling að borða í gær, tókst bara með ágætum og ætla ég að setja aaaaðeins meira Chilli næst :D hafa smá fútt í þessu!!!!

Ætla að skunda í Hafnafjarðarleikhúsið á morgun svo að sjá leikritið Brotið. Er búin að fá að lesa fyrstu 2 leikþættina og verður mjöööög gaman að sjá leikritið lifna við á sviðinu
!

Hey, hvað haldiði að ég hafi verið að gera í dag frá 5 til hálf 7!!!!!
Nei, þið getið sko ekki giskað!
Ragna stóð gölluð niðrí Fossvogi með nefið upp í loft í þessari rosalegu þoku að bíða eftir Störrum!!!! Tilgangurinn??? tjah, það er spurning, eitthvað í vistfræði í MH sem er svo notað uppi í náttúrufræðistofnun.
Það var samt svo rosalega mikil þoka að maður sá ekkert og fuglarnir voru líka seinir að koma í náttstað, ég stóð því ásamt 2 öðrum í einu horninu á skógræktinni með nefið upp í loft í klst áður en við sáum 1 fugl!!!!!!!!!!!!!
Svo lifnaði smá yfir þessu og við töldum örugglega hátt í 300 fugla næsta hálftímann. en þá vorum við búin að skipta um stað við annan hóp.

Þangað til næst.
Knús
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig