sunnudagur, 13. febrúar 2005

Helgin búin...

Urg, aldrei lærir maður af reynslunni...
Maður á ekki að láta líða svona langt á milli blogga. þá er frá svo mörgu að segja. . .

Bíllinn minn var grafinn í fönn um daginn og sást til aðilans sem stóð að þesso og er ekki á góðu hliðinni þessa dagana! Reyndar bakkaði bíllinn bara út úr þessu ,ekkert mok, ekkert út eða neitt. þetta er jeppi, trúiði því bara :D

Búin að standa í maraþon áhorfi á 24 upp á síðkastið því að Svenni er með 3. seríu í láni, verst er að ef maður byrjar að horfa er ekki hægt að hætta þvi að það er alltaf svo spennuþrunginn endi í hverjum þætti! Fékk líka voða gott pasta bolognese og hvítlauksbrauð en ég lagði af mörkum nýbakaða alvöru súkkulaðiköku, jarðaber og rjóma... Frábært kvöld, sem auðvitað endaði með 24.

Spileríið hélt svo áfram um helgina og var föstudagskvöldið ekkert voða spennandi. . . rosalega fullt fólk og með endæmum leiðinlegt ! (Nei Ingibjörg, ekki þú! :) ) Fúsi var næstum búinn að ráðast á norskan gaur sem var alveg SKELFILEGA LEIÐINLEGUR, hékk í statífinu og spurði aftur og aftur og aftur og aftur afhverju við myndum ekki spila neina alvöru tónlist! Kiss eða Paradise city, eitthvað hefur gaurinn verið skemmdur ef hann hefur séð heila hljómsveit þarna í horninu þar sem 2 snafsar sátu, með einn KASSAGÍTAR og SÖNGKONU! ekki beint rétta blandan.
Reyndar voru nú nokkrir sem björguðu kvöldinu með hressleika og röddin í toppstandi. Fúsa tókst samt að slíta 5. g-strenginn sinn á 3 helgum. ekki par ánægður, hann sem var búinn að skipta út hörðu gítarnöglinni sinni út fyrir aðra aðeins mýkri.
Var bara edrú fyrir utan einn kokkteil sem ég drakk til að skola niður snilldar Lasagna-inu hans Fúsa. Spiluðum svo alveg til 05.25 og vorum ekki komin heim fyrr en rétt að ganga 7 um morguninn.

Laugadagurinn fór svo í almenna leti, gerðum ekki mikið, las smá, sem auðvitað endaði með svefni í smá stund! hummm.... ætlaði nú ekki að láta það gerast. fórum öll 3 (Þráinn líka í bænum) á Red Chilli á laugaveginum, góður matur bara... (Þar sem Old West var)
Horfðum svo á Police Academy 1 og 2 með smá hléi fyrir hlátur því að ég læddist að fúsa þegar hann var ða koma út af klósettinu og ruddist að honum með tilheyrandi látum og svipurinn sem ég uppskar frá drengnum var svo óborganlegur að ég bara GAT ekki hætt að hlæja! tár og allt. hehe!!!
Leist nú ekki á blikuna þegar við komum á Celtic rétt fyrir 1 því að ekkert var fólkið. . .
Það rættist samt svo sannarlega úr kvöldinu og fullur staður, samt frekar skrítið kvöld.

Verðlaun helgarinnar fær samt MUNKUR :)
Einhver gaur að koma úr grímuballi sem var klæddur í munkabúning, með hettu fyrir augunum og kross um hálsinn, hann er svo sannarlega eitt það fyndnasta sem ég hef séð langa lengi og átti ég erfitt með að deyja ekki úr hlátri!!!! Hann var svo fyndinn þegar hann var að dansa að það var engu lagi líkt !

Um 4 leitið varð ég svo var við traktórsgröfu komandi niður Ingólfsstræti á fáránlegum hraða! svínaði svo inn á Hverfisgötu og sem betur fer var ekki bíll fyrir henni, hún hægði eiginlega ekkert á sér. tók svo næstum með sér ljósastaur sem beið hennar á Hverfisgötu og keyrði hún smá stund vinstra megin á götunni, ég bankaði í fúsa en hann sá hana bara svo seint.
Fann svo á netinu þegar ég vakanaði, án þess að það hefði hvarflað að mér að þetta gæti verið ástæðan fyrir hraðaksturs gröfunnar..

Erill hjá lögreglu í Reykjavík í nótt

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Nokkuð var um líkamsmeiðingar og drykkjulæti auk þess sem fjórir voru teknir ölvaðir við akstur en af þeim var einn á gröfu.

Já já, best að velja þetta risastóra og gula svo að enginn sjái mig þegar ég keyri fullur :p

spiluðum aftur til 6.25 en þá var eigilega alveg fullt ennþá.
mjög skemmtilegt kvöld!

Afmælið er enn á dagskránni en ég er farin að sakna commenta.....
Svona í allurunni, er hálf fáranlegt að skrifa hérna og vita ekkert hver er að lesa, eða hvort að það sé einhver að lesa yfir höfuð!!
:/

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig