þriðjudagur, 8. febrúar 2005

"leyndóið"

Jæja. þannig er nú mál með vexti að ég er að verða tvítug stúlkan!!!

Hef ég á ári hverju haldið upp á hvern áfanga sem ég hef náð að lifa ár hvert og ætla sko ekkert að slá eitthvað slöku við þó svo að ég sé að kveðja TÁNinginn...
Þegar ég var 16 hélt ég voða partý heima þar sem einhverjar hamfarirnar urðu og muna örugglega flestir eftir sprungnum hátalara sem var samt í oversize og kraftmikill, en þvílíkt var stuðið..
þegar ég varð svo 17 var kominn svaka áfangi enda daman komin með bílpróf of hefur verið óstöðvandi síðan, leigði ég þá Höttinn út á tjaldstæði og keypti bjórkút sem hvarf á fáranlega stuttum tíma og grínið var mikið. Hefur þetta partý flokkast undir hamfarapartý enda brotnuðu 2 rimar í svölunum uppi og hárprúður piltur fékk klippingu :D
18. afmælisdagurinn var reyndar svona í rólegara lagi en hélt ég þá afmælið hérna í bænum og fyllti íbúðina af hinum ýmsustu furðufuglum sem svo enduðu flest allir niðrá Gauk í svaka djammi...

Þetta ár hinsvegar....

Nú er ég búin að LEIGJA eitthvað af Gauknum og eru allir velkomnir, þeir sem ég þekkja þá sérstaklega en þeir megar taka með sér vini að vild.
-Afmælið sjálft mun hefjast kl 21.00 og standa langt fram yfir 12.
-Þeir sem koma snemma fá frían bjór
-Einnig er góður díll fyrir afmælisgesti á barnum, en þeir fá bjórinn á 400 krónur. ath, nemar, að við framvísun skólaskírteinis þá fáiði bjórinn á 350 kr.!!!
-Upp úr eitt mun svo hin sögufræga hljómsveit JET BLACK JOE stíga á stokk með öllum sínum slögurum og halda þér og þínum ásamt mér í svaka stuði fram eftir morgni.
-það skal tekið fram að sá sem gefur mér ljótustu gjöfina eða fær þá nafnbót á gjöfina , þarf að gefa mér kassa af bjór :)))
-engin gjöf er ekkert voða flott gjöf :)

Hafið svo bara samband!!!!!
Þið vitið hvernig á að ná í mig..

Ég er búin að senda einhverjum sms um boð í afmælið en það eru ekki allir og einhverja er ég búin að tala við persónulega. Engum er ekki boðið! .

Sjáumst hress og kát :)

kveðja
Afmælisbaddnið
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig