mánudagur, 7. febrúar 2005

Húsráð!

Hver þekkir það ekki að eiga helvítis visakort og allt í einu sér maður eitthvað rooosalega sniðugt sem maður bara VERÐUR að eiga og eyða í, en fjárhagurinn leyfir það engan veginn, enda ertu að hugsa um að nota VISA kortið...
"Til að forðast þetta þá á maður að setja kortið í svona lítinn nestispoka og hálffylla hann af vatni. Svo skutlum við þessu inn í frystir og lætur þetta frjósa. Nú svo þegar kaupæðið kemur þá náttúrulega ætlum við að æða í Visakortið en viti menn það verður lengi að þiðna úr klaka-klumpinum, og við sennilega búin að gleyma hvað það var svona merkilegt sem við ætluðum að kaupa!

Og hana nú!
mitt svarta er á leiðinni í djúpfrystingu! :D
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig