laugardagur, 19. febrúar 2005

Jæja. hún er orðin tvítug stelpan

Gigtarverkirnir óvenjuslæmiir í morgun og ég fann 2 grá hár. Læt Þorbjörgu gramsa á hausnum á mér á eftir og taka fleiri ef hún finnur þau.
Plan dagsins er langt og strangt og þess vegna er ég vöknuð fyrir 12 á laugardegi!! :/

fór samt á Selfoss á fimmtudaginn og lenti í rosalegu fylleríi með Fúsa og Orra á Pakkhúsinu. Á leiðinni heim tókst mér svo að fljúga á hausinn með þeim afleiðingum að eitthvað helvíti stakst á bólakaf inn í hneð á mér með tilheyrandi gati á buxum og blóði sem var óvenjulega mikið. Fúsi reddaði svo grisju sem ég var vafin með og átti að duga en það dugði nú skammt og fékk ég svo almennilega aðhlynningu þegar ég kom í bæinn frá manni klifjuðum vörum úr lyfju og common sense í plástraásetningu.

Gærkvöldið fór svo í tómt chill. maður verður víst að lifa af afmælið, ég fór því bara og gaf Atla Þór pg Svenna kjúkling áður en við fórum öll á freestyle sýningu á Húsgagnahallarplaninu þar sem sleða töffarar voru að sýna listir sínar. Ragna ormur var samt í pilsi og var orðin hálf frosin þegar í bílinn var komið aftur þar sem að hún var ekkert á leiðinni út!

Jæja, best að drífa sig i dagsverkin....

(Já, alltaf verið að spyrja mig, ég tek á móti gjöfum á gauknum þið sem hafið það á takteinunum)

Sjáumst hress og kát á eftir!!!!!!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig