miðvikudagur, 16. febrúar 2005

Talið niður í ammili

Já það eru bara þrír dagar í ammili, ekki á morgun, ekki á hinn, HELDUR HINN!
En að því frátöldu þá er vikan strax orðin smá viðburðarrík, eins og ég var að vona, enda síðasta vika mín sem táningur :)

Valentínusardaguriknn kom svífandi inn á mánudaginn og eyddi ég smá tima í þunglyndi yfir því að út um allt voru kærustupör að eiga næs dag og dekra við hvort annað, þessi smá timi var bara lítill tími, því að ég fattaði að maður má alveg elska vini sína og ég á marga góða vini, ég var semsagt bara í góðum málum og átti yndislegan kvöldverð. :)

Gærkvöldið fer í sögubókina með 22. sept (Árún) ég sat bara inni í stofu í kósí fýling og var að horfa á sjónvarpið með kertaljós þegar Elli (þessi til vinstri) hringdi og sagði mér að hypja mig niðrá XXXX og kíkja á hann og vin sinn Davíð. (þið sem vitið ekki hver Elli er þá kynntist ég honum á móbó awards)
Ég auðvitað hlýddi kallinu eftir smá sannfæringarspjall dreif ég mig bara í partýgírinn og lét þráinn enda sendast niðrí bæ niðrá XXXX og var ég komin þangað kl 1. Einhver eftirlitsmaður var kominn og svæðið og ekki sjéns að kaupa bjór, þetta leit nú ekkert allt of vel út sko. En Elli lenti í svaka pooli við einhvern gaur upp á 3. sætið á mótinu og það var mikið í húfi, 24 bjórar! ég gerðist því aðal grúbbpía og eftir 3 tíma í pooli hafði Elli greyið tapað :/ en jæja, ég fór því bara í YATZY við einhvern gaur og bjórinn lak af dælunni, ofan í okkur. þess á milli sem hann skenkti fisherman's friend staupum. ég skemmti mér konunglega. en ekki alveg jafn mikið og þegar Elli og Davíð voru farnir að strippa inni í eldhúsi, og farnir að leika sér í matarlyftunni á milli hæða! :) einhvernveginn leið tíminn rosalega hratt og ég bullaði og bullaði ásamt þvi að elda slííísí hamborgara um 5 leitið ! :) komum svo út af XXXX kl 7!!!!!! Þráinn skutlaði okkur heim... Greyið, systirin grimm að reka hann út í kuldann og skutla mér ! ég held að ég skuldi honum eitthvað...

Rosalega gaman mar!!!!!!!!!!!!!

en má ekki gleyma því að það var nú samt þriðjudagur!!! hummmm
Rólegt kvöld í kvöld TAKK, þarf að safna orku fyrir helgina.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig