sunnudagur, 6. febrúar 2005

Helgin...!

Já, vissi ekkert hvað ég var að fara að gera þessa helgina eða hvar ég ætti að vera.
ákvað því að fara bara austur og sjá til, og svo fylgja því alltaf smá hlunnindi að komast heim í hreiðrið sitt af og til, ef ég færi ekki núna eru lika allar líkur á því að ég kæmist ekki aftur fyrr en í MARS!
var komin snemma heim eða um rúmlega 4 held ég bara, með einhverja gríðarinnar skemmtilega varahluti úr Bílanaust.
Planið var ða fara svo á aðalfund jeppafélagsins 4x3 á flugi sem ég og gerði, vantar samt enn jeppa.... bíddu, er minn ekki jeppi????
huh
fór svo á kaffið og drakk 3 bjóra eða svo, fór svo í einhvern skúr þar sem ég horfði á 6 stráka standa við opið húdd á hvítum PATERPILLER og klóra sér fast og ákaft í hausnum yfir einhverjum hitamæli á breytingarskeiðinu...
lét mig hverfa.

Fór í langan göngutúr á laugadaginn með sjálfri mér, sem ég tel nú vera aðeins gáfulegra en að þramma með veiðistöng meðfram einhverri lækjarsprænu og láta sig dreyma um það að veiða eitt stk fisk!!! en svona er fúsi fritz skrítinn :p
fór niðrí fjöru, upp hjá hesthúsunum til móts við víkurklett og labbaði svo gamla veginn heim, gott veður þó svo að maður hafi komið fallega rauðnefjaður heim.

Kvöldið byrjaði í rólegu partýi hjá Jóhönnu, töltum svo yfir til Pólverjanna og það má segja að eftir það hafi fjandinn orðið laus! multi staup af vodka sem var skolað niður ótt og títt með 50/50 vodka-pepsí... minnið er gloppótt...
Fór niðrá bar og sá Sigga gými með hanakamb! gerði díl við Unni á brekkum að helgi fengi sko alveg eins klippingu þetta kvöld, og svo allt í einu var ég komin á þorrablót að Ketilstöðum dansandi við hina og þessa.... hitti einhverja, segið mér ef þið hafið hitt mig,
fór svo í partý til Sigga gýmis og fann klippur, unni og Helga, sem nú er með hanakamb! múhahaha, góður díll það!
Þarf að redda myndum af klippingunni...
átti einhver spjöll við einhverja, vakti einn mann ótrúlega oft á stuttum tíma og endaði heima, man að ég týndi kexinu mínu .egar ég var að fara að sofa, það er ennþá formlega týnt.
En þetta var samt mjög gaman!!!! alveg gasalega! skil bara ekki hvernig ég afrekaði að drekka 6 bjóra til viðbótar við vodka sullið þarna.

Mæli ekki með rjómabollu í morgunmat eftir svona átök! hélt ég yrði ekki eldri!!

bjálað veður hérna í bænum, alveg kakó og vídeó stemming, nenni bara ekki út, enda löngu komin í þægileg náttföt og bleiku inniskóna :D
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig