mánudagur, 21. febrúar 2005

öll 20 árin

nei, ég ætla samt ekki að fara að telja upp ævisöguna ár fyrir ár :)
Allavegana þá hélt ég upp á afmælið á Gauknum eins og það var planað. Fór fjölskyldan fyrst út að borða á Ítalíu og þar svíkur maturinn aldrei neinn!
Skundaði svo heim með einkadrivernum og dreif mig að mála mig og gera mig fínaá meðan pabbi blés upp ógrynni af blöðrum, duglegur kallinn. Ég þurfti lítið að hugsa um hárið á mér. því að Þorbjörg var búin að stinga puttunum í hausinn á mér og gera greiðslu kvöldsins sem var ansi flott!
Gestirnir komu frekar í seinna laginu og ég sat því bara ein með 50 bjórmiða aaaaalein í korter, svo komu Dagga og Siggi og björguðu mér :D og ekkert löngu eftir það komu mamma, pabbi og þráinn. Ég var búin að skreyta voða fínt, blöðrur út um alla veggi og happi birthday banner á veggnum ásamt því að það voru ullu-flautur á öllum borðum með honum Svampi Sveinssyni! Ekki má gleyma kökunni!!! rice krispies kaka eins og í öllum alvöru baddnaammulum.

Gestirnir týndust svo hratt inn og á endanum sprakk hornið sem ég hafði ætlað undir afmælið og gestirnir fóru að flytja sig hinum meginn í salinn, enda engin sæti eftir í horninu, þá taldi ég 67 manns en það var svona korteri áður en farið var að hleypa gestum inn á ballið. i kringum 10-20 kíktu svo við á ballið eftir það sem voru afmælisgestir líka. rosalega komu margir !!!! Takk öll fyrir að mæta.
Það var ekki nóg með að það mættu svona margir heldur fékk ég lika ógrynni af gjöfum !!!!!!! vá,!

  1. espressokaffivél
  2. 10.000 kall
  3. blómavasi og blómvöndur
  4. blómavasi og túlípanablómvöndur
  5. 5000 kr bensínstyrkur frá SHELL
  6. kaffibox
  7. hitabolli fyrir 12 volt
  8. afmæliskaka sem spilar "happy birthday"
  9. rós
  10. rós og mynd á vegg
  11. vöfflujárn
  12. ponsjó
  13. kertastjaki
  14. ilmolíukertsastjaki
  15. kryddjurtasax
  16. 10, 2 ára blöðrur (=20 ára) og hárspennur
  17. Cutie pie dúkka
  18. inneign í spútnik
  19. skál
  20. innisería
  21. skál
  22. hitabolli
  23. BATTERÍ! :)))))
  24. kaffibolli
  25. kaffi
  26. mjólkurfreyðikanna
  27. 3 stór kerti, það hæsta 130 cm!! :)
Já, þá held ég að allt sé komið :) glæsilegar gjafir!!!!!!! :)


Takk enn og aftur fyrir frábært kvöld

Jet Black Joe stóðu sig svo með príði og ég held bara svei mér þá að PAlli hafi af-kristnast! var að langt fram á nótt og endaði svo á rúntinum alveg það lengi að ég gat horft á baddnaefnið á ´RUV þegar ég loksins skreið heim..

hehe

Hendi inn myndum á eftir eða á morgun

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig