mánudagur, 2. maí 2011

Sumar og sól !



Vorverkin voru unnin af mikilli elju í dag. Þau eru samt ekki mörg þar sem ég á (því miður) engan garð (ennþá).
Byrjaði daginn á ferð í IKEA, til að kaupa 3 hluti og kom heim með 10 hluti! Skil ekki þetta IKEA syndrome hjá mér... 

En ég keypti s.s. þetta borð og 2 stóla sem sést hérna á myndinni. Fáránlega ódýrt og alveg nógu lítið til að taka ekki "allt" plássið á svölunum... Þið sjáið líka að það er alveg gífurleg. Fyrir var ég með lítið kringlótt borð og 2 stóla en því miður söng það svalasett sinn síðasta söng síðasta vetur og varð ég því að endurnýja.  




Ég fjárfesti líka í hengipottum framan á svalirnar (eitt af þessu sem var ekki á budgetinu) en í vikunni munu bætast í þessa potta kryddjurtir sem ég ætla að rækta í sumar og hlakka ekki lítið til.

Í sumar ákvað ég að sleppa veseninu (og gífurlegum áhyggjum sem því fylgir) að sá og rækta frá grunni mínar kryddjurtir því jú það þarf að passa sig mjög vel á að vökva rétt, rækta þetta í réttu umhverfi og svo hef ég verið hálf vonsvikin sl ár hvað jurtirnar eru lengi að ná þeirri stærð sem þær þurfa að vera til þess að fara að nota þær að einhverju viti í matargerð. 

Tilraunastarfsemin þetta sumar mun því snúast um hve vel mér mun ganga með að kaupa forræktaðar plöntur og rækta hér heima á svölunum. (Einhverjar jurtir eru samt betur tilfallnar til að rækta innandyra og mun ég að sjálfsögðu deila með ykkur fréttum af því hvernig það á eftir að ganga) 




Hér fremst á myndinni má sjá jarðaberjaplantanna minna sem gáfu mér dísæt og bragðgóð ber sl sumar. Vænti þess að fá mun fleiri jarðaber þetta sumar ! 

Var lengi að ákveða mig hvort ég ætti að fá mér pott á svalirnar, kaupa lítið gróðurhús (var búin að skoða í Garðheimum) eða kaupa svona til að hengja á handriðið. Ákvað að prufa hengipottana þar sem ég hef ekki miklar áhyggjur af miklum vindi hér í portinu, þangað sem svalirnar snúa enda aldrei hvasst hérna.

Þið fáið að fylgjast með hvernig ræktunin gengur og ekki væri leiðinlegt ef þið væruð "samferða" mér í ræktuninni og mynduð segja mér hvaða trikk þið notið til að rækta ykkar jurtir ? Hvað segiði um það :)






Hér er svo önnur yfirlitsmynd yfir svalirnar mínar, það skiptir mestu að gera það besta sem maður getur ú því sem maður hefur og ég held að mér hafi tekist það. 

Þvílíkur munur að vera komin með flísar á svalirnar (sem voru settar á síðasta sumar).. Það krefst reyndar smá viðhalds og hreingerningar þegar mikið ryk + sandur hefur komið í vondum veðrum en það er svo hreinlegt og snyrtilegt að hafa þetta þegar þær eru hreinar að það slær öllum hreingerningar-mínútum við. 

Hlakka til sumarsins ! 
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig