fimmtudagur, 12. maí 2011

Kryddjurta frenzy

Ég hef staðið mig að því sl daga að koma heim og fara út á svalir til þess að skoða börnin mín... Börnin mín heita nokkrum þekktum nöfnum og heita eftirfarandi:

Blóðberg
Sítrónu melissa
Mynta
Steinselja
Graslaukur
Kóríander
Oregano
Timian
og
Jarðaber

já, falleg börn sem ég dáist að :)

amk þegar helvítis Starrinn situr ekki og étur þau frá mér. Urr... Það stríð er enn yfirstandandi en núna er ég búin að prufa að setja glansandi silfrað pakkaband yfir timianið (þeir eru hrifnastir af því ?) og bíð eftir að sjá einn óvin minn koma í heimsókn eða bara vonandi koma þeir ekkert aftur úr þessu

Innandyra er ég svo með Basilíku og Stevíu en þær henta illa til útiræktunar.

Eins og þið sjáið á myndunum þá er ég með potta hangandi framan af svölunum.
Að vísu væri örugglega best að vera með þessar plöntur í pottum á svölunum á skjólsælum stað en ég er með þriggja fermetra svalir sem ég hef ákveðið að setja á 2 stk stóla, borð og grill og því afar takmarkað pláss fyrir nokkuð annað.
Ég ákvað þess vegna að prufa að kaupa potta í ikea sem hengjast framan á svala handriðið og spara mér hellings pláss. Þar að auki eru pottarnir stórir svo að það þarf ekki að vökva of oft og þeir virðast festar mjög vel utan um handriðið svo ég er mjög ánægð með þessa potta.

Það sem maður ætti kannski að vera hræddastur við er að það gæti orðið svoldið hvasst fyrir jurtirnar en ég er ekki of stressuð yfir því, enda afburðar mikið logn í portinu sem svalirnar snúa útí.


Ég hef sl 3 ár ræktað jurtirnar frá grunni. Þ.e., sáð fræjum í mars-apríl og svo verið með martraðir yfir því að drepa þær á meðan jurtirnar eru enn mjög viðkvæmar og þurfa frekar mikla athygli.
Þarsíðasta sumar kom grein um mig í fréttablaðinu þar sem talað var um mig og heimaræktun kryddjurta.
Mjög gaman og allt það, en viti menn, ég drap allar jurtirnar vikuna seinna þegar ég fór langa helgi austur til Víkur. haha. Þvílík kaldhæðni :)

Ég byrjaði hins vegar bara aftur og fékk fína uppskeru.

Eitt hefur pirrað mig alveg gríðarlega. Það er að þegar maður er að rækta heima, frá fræjum og eru kannski eins og ég, með stofuglugga sem snýr í hávestur þá er ekki mikil sól nema uppúr 2 á daginn og plönturnar vaxa  frekar hægt sem er eiginlega of hægt fyrir minn smekk og þ.a.l. verður maður aðeins of óþolinmóður.

Í ár hafði ég samband við Garðyrkjustöðina Engi og fékk allan þennan aragrúa af jurtum til að planta sjálf og rækta.




Þið hafið alveg örugglega séð þessar jurtir í flestöllum matvöruverslunum, mörkuðum, lífrænum matvöruverslunum osfrv. 

Vissuð þið að þið getið keypt svona jurt á um 550 kr, umpottað henni og verið komið með gríðarlegt headstart á ræktunina og átt þess vegna jurtir tilbúnar til nytjunar frá og með deginum sem þú kaupir þær ?!! 

er þetta ekki mikil snilld ?! 

Blóðberg, sítrónumelissa og mynta 





Steinselja, graslaukur, kóríandier



oregano og timian 

Núna eru jurtirnar mínar úti í pottum og vaxa og dafna alveg gríðarlega vel :) 
Hef notað þær og þær eru bragðmiklar og alveg tilbúnar til nytja og er það mikill munur frá því að vera að rækta upp frá fræjum þegar ég gat ekki farið að nýta jurtirnar fyrr en uppúr miðjum júlí. 

Halló kryddjurtasumar !





Set inn nýja mynd í næstu viku til að sýna ykkur hve hratt jurtirnar vaxa 
Garðyrkjustöðin Engi er staðsett í Laugarási í Biskupstungum.
Á sumrin eru þau með lífrænan markað sem SKYLDA er að taka rúntinn á á sumrin og kaupa ferskt, lífrænt ræktað grænmeti og jurtir auk þess sem stemningin ku víst vera mjög skemmtileg og alltaf tekið vel á móti manni. 

Ég hef ekki farið en ég ætla að taka einn laugardagsrúnt þangað í sumar í góðu sumarveðri og kannski stoppa á Selfossi og fá sér ís í leiðinni ! :) 

Garðyrkjustöðin er með facebook síðu fyrir Lífræna Markaðinn sem ég hvet alla til að like-a þar sem þau koma iðulega með fréttir hvernig ræktunin gengur og hvað muni standa til um helgarnar þegar markaðurinn verður opinn. 




Fylgist svo með áfram hvernig ég nota jurtirnar og hvernig ræktunin gengur

Auk þess væri alveg gríðarlega gaman að heyra sögur frá því hvernig ykkur gengur að rækta ykkar jurtir og það er engin afsökun að segjast ekki hafa græna fingur eða kunna ekki að rækta. . . 
kaupið ykkur mold, pott og kryddjurtir frá Engi og prufið bara... þetta er EKKERT mál ! :)


Þangað til næst

kveðja
Ragna 




SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig