miðvikudagur, 18. maí 2011

Blogg í miðri viku

 Ég reyni að setja inn matarblogg einu sinni í viku en að sjálfsögðu, ef andinn kemur yfir mig og ef ég hef einhverju frá að segja þá set ég inn blogg :)
Ég var á spjalli við Björgvin (aka Björgvin og Ellý) í gærkvöldi og komst að því að ég er búin að eiga www.ragna.is síðan 2004. Það gera orðið 4 ár
Ég hef verið að blogga á þessu vefsvæði síðan 2003, sem gerir 8 ár.  Vá!
Ég eiginlega byrjaði að blogga áður en allt blogg-æðið hófst og annar hver maður var kominn með sína bloggsíðu og ég lifði af facebook bylgjuna þegar allir hættu að blogga og nota orðið bara facebook

Að vísu hefur bloggsíðan breyst mikið síðan þá og innihald síðunnar hefur breyst að sama skapi.
Í fyrstu bloggaði ég bara um hvað á daga mína dreif en síðasta vor ákvað ég að ég myndi breyta blogginu og áherslum og gera það að matarbloggi þar sem ég myndi blogga eftir fyrirmynd annarra matarbloggara sem ég fylgist með.

Það varð svo úr að ég frestaði því að byrja matarbloggið þangað til eftir útskrift úr Hjúkrunarfræði í júní 2010 og hef síðan þá sett inn uppskriftir að meðaltali 1x í viku.

Viku eftir viku hefur heimsóknunum svo fjölgað og ég hef fengið kynningu á síðunni í dagblöðum, í gegnum önnur vefsvæði og í gegnum fyrirtæki.

Ég reikna með að halda áfram strikinu og setja inn uppskrift af einhverju gómsætu að minnsta kosti 1x í viku og setja svo jafnvel einhver myndablogg eða örblogg inn á milli.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig