þriðjudagur, 31. maí 2011

Eplakaka á hvolfi !

oh, mér finnast svona kökur svo rosalega góðar, sérstaklega með eplum en líka með ananas :)


Hérna er uppskrift sem er ekki glúteinlaus!

Ég prufaði að nota vanillukökumixið frá Bob's red mill sem fæst í Kosti og þið verðið eiginlega að tjékka á þessum vörum, enda ótrúlegt úrval af hinu og þessu sem hefur ekki fengist á Íslandi + lífrænum og glúteinfríum vörum.

Kökumixið sem ég notaði er laust við allt glútein og þess vegna frábær kostur fyrir þá sem reyna að sleppa því úr fæðunni eða eru með óþol. Að vísu getiði notað allar vanillukökuuppskriftir sem þið eigið í kokkabókunum ykkar en hér kemur mín útfærsla í þetta sinn

setjið púðursykur og smjör í pott og hitið þar til allt er bráðið saman 

hellið í smelluform eða annarsskonar form. 

Skerið niður epli og raðið í botninn

Kökumixið 


Setti það sem átti að setja útí. Egg, olíu og vatn 

Hrært saman þar til allt er slétt og fínt 

Hellt yfir eplin og karamelluna 

bakað í ofni þar til reddí.. mmm

flæðandi karamella 

hvolft ofan á disk: mmmmm!!!

tvöfallt mmmmmm!!


Kakan kom mér alveg ótrúlega á óvart. ég vissi ekki að það væri hægt að hafa glúteinlausa köku svona mjúka og safaríka. Að vísu er ekki eins bragð að henni eins og ef þetta væri kaka búin til úr hveiti en hún er þrátt fyrir það ansi bragðgóð. Sérstaklega með smá rjóma... ;)


Uppskrift:

sjóðið saman:

100 gr púðursykur
80 gr smjör

skerið niður 1-2 epli (fer eftir því hvað þið notið stórt form hvað þið þurfið mörg epli, en ég nota 9" kökurform sem er mun minna en þetta klassíska kringlótta form.)
En... þið getið notað ýmis form. t.d. hægt að gera litlar mini muffins eða setja þetta í eldfast mót.

Farið eftir leiðbeiningum á pakkanum og hellið yfir. Bakið í ofni þar til pinni sem stungið er í kemur hreinn út. Hjá mér tók það klst og korter en kakan var frekar þykk þar sem ég notaði minna kökuform en ella.

Það getur alltaf gerst að það leki smá karamella út úr  forminu og brenni ef hún drippar í botninn á ofninum. Ég læt kökuna standa á smjörpappír og þá er vandamálið úr sögunni.

Endilega prufið :)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus10:02 e.h.

    geðveikar vörur, æðisleg kaka

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig