sunnudagur, 29. maí 2011

Ananas-salsa

Mig hefur langað til að gera þessa uppskrift í svolítinn tíma en hvergi séð almennilega uppskrift til að fara eftir svo ég bjó hana að mestu til sjálf.

Hugmyndin með þessu salsa er að hafa með bragðsterkum mat, þetta er sæt/súr salsa með smá kikki af sterku þar sem það er chili í þessu líka.

Þetta er snilld með grilluðum kjúkling sem var einmitt það sem ég gerði (þó svo að ég hafi reyndar notað grillpönnu í þetta skiptið)

Margt er hægt að gera við þetta ananas salsa. Það er t.d. hægt að setja það í samlokur, með í salat, á milli á  hamborgara og eins og ég ætla að gera í kvöld þegar byggið er kólnað.... að blanda þessu saman við bygg, hrísgrjón, kúskús osfrv osfrv

Aðferðin er afskaplega auðveld fyrir svona frábært meðlæti en eina vinnan felst í að saxa og saxa.


hér er nýafklipptur kóríander úr litla garðhimnaríkinu mínu útá svölum...mmmm

Hér er allt komið í skál og á aðeins eftir að hræra saman. 
Tilbúið... Uppskrift: 

Ananas Salsa: 


1/4 af ferskum ananas, hreinsaður og saxaður í frekar litla bita
1 tsk rautt chili, fræhreinsað og mjög fínt saxað. 
2 msk kóríander, þvegið og saxað fínt (mælt eftir að ég er búin að saxa)
4 msk rauð paprika, söxuð
1 msk lime safi (ferskur eða úr flösku)
1 msk olía Nú veit ég um nokkra sem engan vegin geta borðað kóríander. 
Ef þú ert einn af þeim en langar að prufa eitthvað suðrænt, auðvelt og spennandi þá getið þið notað ferska steinselju í staðinn.

Einnig ef ykkur langar til að rækta ykkar eigin kryddjurtir útí garði eða á svölunum þá mæli ég með að þið kaupið pottaðar plöntur frá Garðyrkjustöðinni Engi en þið getið séð Hérna hvernig ég setti minn kryddjurta"garð" upp
einnig er facebook síða Garðyrkjustöðvarinnar hér. 


Nú er bara að byrja :) 

Fleiri uppskriftir frá þessari máltíð koma síðar :) 

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig