mánudagur, 17. maí 2010

Tómatsúpa

Einföld tómatsúpa og mjög kreppuvæn!



Fyrst er að steikja grófsaxaða laukinn ásamt 2 stykkjum af niðurrifnum hvítlauksrifjum, til þess þarf um 2 msk af olíu og jafnvel minna ef þið viljið. Setjið 1 lárviðarlauf útí og steikið aðeins í um 3 mínútur við miðlungs hita. 




Út í laukinn setið þið svo 2 dósir af niðursoðnum hökkuðum tómötum. Mega líka vera heilir, þetta fer jú allt í mauk að lokum. Í þetta er einnig bætt við 1 matskeið af púðursykri eða einhverskonar sætuefni. Ég salta líka og pipra þetta ríflega. 




Þegar tómatarnir hafa fengið að sjóða með lauknum, hvítlauknum og lárviðarlaufinu í um 10 mínútur þarf að mixa súpuna. Munið bara að TAKA lárviðarlaufið úr fyrst! Hægt er að nota töfrasprota, matvinnsluvél og jafnvel bara gamaldags kartöflustappara





Ég notaði matvinnsluvélina sem ég fékk í jólagjöf frá M&P




Þegar búið er að blanda þetta nægilega er súpunni hellt aftur í pottinn og bætt við 2 bollum af vatni auk 1 stk kjötkrafttening. Ég setti svo eina matskeið af þurrkaðri basilíku. Hefði ég átt ferska hefði ég að sjálfsögðu notað hana. Smakkið svo súpuna til. Ég bætti við auka kjötkrafti og pipar. 





Þetta varð svo afraksturinn. Restina setti ég í box og hitaði mér í hádegismat næstu 2 dagana.



Hvítlauksbrauðið var einfalt. Hvítlauksolía sett yfir brauðið (til í bónus), örlítitlu af salti og oregano stráð þar yfir og rifinn mozzarella settur yfir bæði brauðin. Þetta var svo sett á álpappír og undir grillið í bakaraofninum þar til að osturinn var bráðinn.



Verði ykkur að góðu



Uppskrift:

  • 2 matskeiðar olía
  • 1 stk laukur, gróflega saxaður
  • 2 hvítlauksrif, marin, söxuð eða rifin
  • 1 stk lárviðarlauf
  • 2 dósir af hökkuðum/heilum tómötum
  • 1 matskeið púðursykur
  • 2 bollar vatn
  • 1 kjötkraftsteningur
  • Salt of pipar eftir þörfum

SHARE:

9 ummæli

  1. mmm... tómatsúpa er með uppáhalds súpunum mínum - þ.e.a.s ef hún er ekki spillt með baconi. Ég ætla pottþétt að prufa þessa e-n tíman.

    Matarbloggið fer vel af stað hjá þér!

    SvaraEyða
  2. Áslaug1:09 e.h.

    Frábært framtak hjá þér Ragna Björg. Ég hlakka til að fylgjast með matarblogginu þínu.
    Takk fyrir að deila þessu með okkur.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:24 e.h.

    Búin að prufa súpuna, mjög góð! ég hlakka til að prófa fleiri uppskriftir frá þér :)
    Þorbjörg K

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus7:02 e.h.

    mjög spennandi, hlakka til að búa til þessa og allar hinar uppskriftirnar þínar :D þetta er líka mjög flott hjá þér :D

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus7:02 e.h.

    kv.Þurý það gleymdist ;)

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus3:34 e.h.

    Your mode of telling everything in this article is genuinely nice, all be capable of effortlessly be aware of it, Thanks a lot.
    My page ; Swimming Equipment

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus9:58 e.h.

    Eldaði þessa súpu í kvöld og hún bragðaðist mjög vel. Eg mæli sko með henni!

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus1:13 f.h.

    Mjög góð súpa, Takk :)

    SvaraEyða
  9. Jóhanna5:03 e.h.

    Bleesuð.ég er búinn að prufa súpuna ,allgjör snilld. og hún er mjög góður grunnur í sterka fiskisúpu
    bætti bara smá rjómaosti, grænmeti og fiski. Kveðja Jóhanna í Eyjum

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig