fimmtudagur, 20. maí 2010

Ragna.is tekur nokkrum breytingum

Mér fannst síðan eiginlega ekki vera nógu vel upp sett fyrst að ég er farin að blogga um mat líka.

Helstu breytingarnar eru yfir höfuð heildarútlitið. Dálkarnir eru öðruvísi og litirnir aðeins öðruvísi. Ég á samt sjálfsagt eftir að breyta þessu af og til núna á næstunni.

Aðrar breytingar eru þær að ég hef sett upp síðulista sem heitir "Uppskriftirnar" og þar getiði klikkað til þess að skoða linka á þær uppskriftir sem tilheyra hverjum flokki fyrir sig

Neðar á síðunni getiði séð "Flokkar" en þar muniði getað valið hvern uppskriftarflokk fyrir sig og séð þá allar færslur í þeim flokki á einni síðu.

Í uppskriftaleitinni munið þið geta leitað að uppskriftum eða einhverju efni sem birst hefur á síðunni (það er nóg af efni til að leita að og lesa á þessari síðu,  enda á bloggið 7 ára afmæli í ár!)

og hvernig lýst ykkur svo á ?

p.s.
Næsta uppskrift mun birtast á föstudaginn og ég get sagt ykkur núna að hún mun gera ansi marga svanga
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus11:38 e.h.

    Mér líst vel á þetta hjá þér!
    Gaman að skoða svona og fá hugmyndir og svo vonandi prófa ég líka eitthvað :)

    Kv, Tinna ,,hjúkka,,

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig