laugardagur, 1. maí 2010

Kryddjurtir...

fyrir rúmum 2 vikum setti ég niður kryddjurtafræ... Fyrir þetta sumarið ákvað ég að sá

  • Graslauk
  • Salvíu
  • Basiliku
  • Timian
  • Oregano
  • Chili
  • Kóríander
  • Steinselju (flat leaf)
Hér sést timianið 7 dögum eftir sáningu. í bakgrunni sést basilikkan. Aðrar jurtir voru ekkert farnar að taka við sér þarna. Skelli inn mynd af jurtunum bráðlega eins og þær líta út núna. Það er nefnilega komið grænt uppúr öllum hólfunum 

Aukalega við kryddjutatilraunirnar er ég komin með einhverskonar tilraunarstarfsemi á jarðarberjarækt í gosdós... Gosdósin kom sumsé frá Amsterdam og í henni er sag og fræ (or at least it's supposed to be). Það verður spennandi að sjá hvað sprettur uppúr dósinni þegar á líður á sumarið.

Annars las ég það í Garðheimablaðinu að það er hægt að rækta jarðarber í veggpottum og hef síðan þá verið alveg harðákveðin að prufa það í sumar. Ég þarf bara tímann til þess að fara í gróðrarstöð og kaupa jarðarberjaplöntur og föndra saman það nauðsynlegasta í þennan veggpott...

nánar síðar

Streita og kvíði er þema síðastliðinnar viku. Bæði í mínu andlega og í lokaverkefninu.
Tæplega 12 þúsund orð komin og langt í land enn (segir leiðbeinandinn...) *crap*

Það hefði kannski verið streituminna að slepp kryddjurtaræktunum þetta sumarið. Þær eru alveg gífurlega stressandi skal ég ég segja ykkur...


Munu þær deyja eða ekki ? ? ? (gífurlega stressandi situation stundum)


Ræktun síðasta sumas tókst samt ágætlega svona þegar ég var búin að drepa allt einu sinni. Ég gafst þó ekki upp og sáði öllu upp á nýtt og skildi eftir nákvæmar leiðbeiningar á umhirðu barnanna kryddjurtanna ef ég brá mér af bæ í fleiri en einn dag til að forðast annað fjöldamorð.

Anyhow. Ég ætla samt að reyna mitt besta að klára þetta lokaverkefnishræ og útskrifast 12. júní.  Það þýðir ekkert að gefast upp núna. That's just not my style !

kv
Ragna Björg
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig