föstudagur, 21. maí 2010

Rosalegar súkkulaðimuffins
Góðar, stórar, mjúkar muffins með crunchy topp... 


Þetta er ekki flókið mál :) just do it 
Þó svo að ég notist við venjuleg muffinsform þá er einnig kjörið að nota stærri muffinsform eins og er farið að fást í nokkrum búðum núna (t.d. eins og Allt í köku) og þá færðu muffins sem líta út eins og þú hafir keypt þau í bakaríi! :) 

Smjörlíki, sykur og púðursykur vigtað saman í skálÞað er þeytt vel saman í 3-4 mínútur. Einn daginn ætla ég mér ða leggja þessum handþeytara. Hann hefur þó staðið sig ansi vel hingað til. Allur bakstur tekur bara lengri tíma og maður þarf að standa við skálina allan tíman. Væri ekki slæmt að eignast kokka-stærð af Kenwood vél einn daginn (ekki með 50 lítra skál þó). Þennan þeytara fékk ég í innflutningsgjöf frá Döggu frænku þegar ég flutti inná Holtsgötuna 2001 ásamt Þorbjörgu og Pálma... good memories!
Eitt egg og þeyta vel Annað egg og þeyta AFTUR velÞurrefnin eru vigtuð saman í aðra skál. Stundum gerist ég svo dugleg að ég sigta öll þurrefnin saman. Einhverstaðar las ég það nefnilega að þannig EIGI að baka kökur. Ég hef hreinlega ekki mikla skoðun á því en þegar ég hef lesið nokkrum sinnum að til að búa til "cake flour" þá eigi að sigta hveiti 3x og reyndar bæta út í hvern bolla af hveiti 2 msk af maisenamjöli (og fjarlægja 2 msk af hveiti úr hverjum bolla í staðinn). Þarf að prufa þetta einhverntíman. Svona kökuhveiti á að vera ávísun á "Cakes that are light and fluffy and so much better"Hrærið þurrefnum og mjólk saman við
Mitt trick á að gera mjúkar og loftfylltar kökur er að hræra deigið SEM MINNST ! Já. Það er meira að segja ástæða fyrir því. Sé kökudeig hrært of mikið saman þá binst glúteinið í hveitinu. Það vill maður ALLS ekki. Það er eitthvað sem maður vill að gerist þegar maður bakar brauð, ekki í kökum. Maður getur séð það í kökum sem hafa verið hrærðar of lengi að það eru stór loftbólugöt í kökunni eða jafnvel loftbólugöng í gegnum kökuna. Það er þess vegna nóg að hræra degið saman svo að það blandist saman og ekki skreppa í burtu í 3 mín með hrærivélina í gangi.Muffinsformaplatti er nauðsynlegt... Ég hélt að það væri engin nauðsyn. En jú. Hef komist að því að það er nauðsyn. Í muffinsformi getur maður gert STÓRAR muffins og ég meira að segja fylli formin alveg upp á brún, þið sjáið á eftir af hverju það er allt í lagi :) ég þarf samt að fara að æfa mig í að gera cupcakes. Hingað til hef ég aðeins verið að gera muffins. Það er svolítið erfitt að skilgreina muninn þar á milli en hann felst aðallega í því að cupcakes er minni kaka, með sléttari toppi og mjög oft skreytt fallega. Muffin er stærri kaka, með stærri "hatt" og er ekki alltaf í brauðformi. Þessar kökur sem ég gerði voru klárlega muffins. 
Þetta er dæmi um cupcake:En já.. þarf að æfa mig í því bráðum. Hef gert nokkrum sinnum en ekki tekið neinar myndir af þeim so far.

Já ég var ekki að grínast... ég fyllti formin ALVEG... og hvað gerist þá? sjáiði næstu mynd!


oh my... oh my... rosastórar muffsins með "crunchy" topp. 


namm!
Muffins þarf ekki endilega krem eða glassúr. En mér finnst það betra. 
Hér nota ég venjulega súkkulaðikökukremið mitt en gerði bara 1/3 af uppskriftinni. Ég sprautaði svo mismunandi mynstur á hverja köku.

Munið svo að deila með ykkur og fá ykkur kalda mjólk með .... Uppskrift:

150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki
2 egg
260 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
2 dl mjólk 

bakað við 180°C í  ~20 mínútur
gerir 12 muffins

(þetta krem geri ég vanalega en set mismikið af því. Vanalega geri ég þó bara um 1/3-1/2 uppskrift af kreminu)

Krem:

500 gr flórsykur
80 gr smjör brætt
60 gr kakó
1 tsk vanilludropar/extract
1 stk egg
2 msk kaffi
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.

nokkrir punktar: 
 • Hægt er að nota flestar kökuuppskriftir til að búa til muffins. Athuga þarf þó að ef deigið er mjög þunnt þá er ekki hægt að fylla formin alveg því að topparnir renna allir saman í eina köku þegar deigið lyftir sér. 
 • Gulrótarkökur eru tilvaldar til að gera muffins
 • Eigirðu ekki pappírsform má nota smjörpappír sem kipptur er í ferninga og stungið ofan í muffinsformabakkann, einnig má sleppa pappírsformunum, það þarf þó að athuga að best er að láta kökurnar kólna aðeins áður en þú tekur kökurnar úr forminu þegar þær koma úr ofninum
 • Hægt er að bæta út í muffinsið súkkulaðidropum. Hvort sem er hvítu súkkulaði eða venjulegu. Stundum er bara bæði betra :)
Gjörið svo velSHARE:

18 ummæli

 1. Nafnlaus2:45 e.h.

  ég kannaðist svo við uppskriftina að ég varð að líta í uppskriftarpésann sem þú gafst mér og viti menn haha þetta er uppskriftin af Halldórskaffis djöflatertunni ;) sem b.t.w sló í gegn í mömmuhittingnum og þær heimtuðu allar uppskriftina og ein þeirra hefur verið í sms sambandi við mig í allan dag þar sem hún er að reyna við kökuna :D
  kv. Árún

  SvaraEyða
 2. Já, þetta er fool proof súkkulaðikaka. Einnig mjög góð sem skúffukaka.

  Núna þarftu að prufa að gera muffins.. og setja smá súkkulaði í deigið eða jafnvel stinga karmellu ofan í formin áður en þú bakar. Það er mjög gott líka

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus7:14 e.h.

  ég slefa :P en hvernig er það má fá uppskriftina þína af súkkulaðikreminu?? :o) en vá hvað þetta verður gert sem FYRST kv. Þurý

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus8:37 e.h.

  nammmmmmiiiiii!!!! :) ég bíð mig fram í smakkið hjá þér og svo skal ég skrifa gagnrýni :) díll??

  Hildur

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus11:21 e.h.

  Omg!! ekki sniðugt að vera í aðhaldi og skoða síðuna þína hehe...verð að prófa þessari muffins:)

  SvaraEyða
 6. Nafnlaus11:50 e.h.

  Lýst ótrúlega vel á nýju síðuna og takk fyrir matinn á þriðjudaginn, mjöööööög gott. Þú færð örugglega Kitchenaid þegar þú giftir þig. Mín er reyndar ekki mikið notuð, meira að segja svo lítið að Sigga datt í hug að taka hana um daginn niður í verksmiðju til að prufa nýjar steypublöndur, en það er mjög hvetjandi að sjá svona spennandi uppskriftir.
  Dagga frænka

  SvaraEyða
 7. Nafnlaus9:23 f.h.

  er ekki Kitchenaid á óskalistanum í útskriftargjöf? :)
  árún

  SvaraEyða
 8. En ég vil Kenwood :)

  SvaraEyða
 9. Nafnlaus2:57 f.h.

  Langaði svo að reyna á það að baka þessar girnilegu muffins en er örlítið óörugg með hvenær ég á að setja mjólkina í? :D

  SvaraEyða
 10. Nafnlaus2:59 f.h.

  Já og ég heiti Ingibjörg

  SvaraEyða
 11. Mjólkin er sett á sama tíma og þurrefnin... Þ.e. hræra sykurinn og smjörið vel saman, bæta eggjunum útí og hræra mjög vel saman og bæta svo allri restinni saman við eftir það

  SvaraEyða
 12. Nafnlaus4:49 e.h.

  takk fyrir þessa uppskrift einmitt mað sem ég hef verið að leita að : )
  kv. Gerður Pétursdóttir

  SvaraEyða
 13. Nafnlaus9:15 e.h.

  Takk fyrir BESTU!!!!!!!!!!muffins i heimi BESTU sem eg hef smakkad.kv Katrin og eg er 10.ara og eg er alltaf ad baka moffins og kokur og mat!

  SvaraEyða
 14. Þessar muffins eru dead delicious. Googlaði súkkulaðimöffins og fékk upp þessa uppskrift. Ég bloggaði síðan um þessa síðu á minni síðu, vona að það sé í lagi þín vegna. Síðan mín er www.dagrun.strumpur.net.

  Þetta er æði síða og á eftir að nota hana oftar:)

  Kveðja Dagrún

  SvaraEyða
 15. Nafnlaus10:23 f.h.

  hvar fékkstu þennan muffinsformaplatta?
  kv. Stella

  SvaraEyða
 16. Þessi uppskrift er góð. Of góð mögulega ;)

  Takk f. mig!

  SvaraEyða
 17. Nafnlaus10:49 f.h.

  Einfaldlega besta og fallegasta muffins sem ég hef bakað :) Ég var ekki með bakka undir formin en þær lyftu sér svo vel og urðu svo fallegar..

  SvaraEyða
 18. Sælar.
  Ekki lumar þú á uppskrift af ljósum muffins með súkkulaðibitum, svona eins og fást í bakaríum, dúnmjúkar og góðar.

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig