miðvikudagur, 26. maí 2010

Flýti mér kannski um of að verða fullorðin...

Ég nefnilega keypti minn fyrsta bíl í dag (ég er þó ekki búin að vera bíllaus sl 8 árin). Nýi bíllinn er sko ekki af verri endanum.
Mitsubishi Pajero GLS. 3.2 Turbo diesel DID árg 2001 á 31" dekkjum .... Leðurklæddur, topplúga, rafmagn í öllu... og aðeins keyrður 115 þúsund. Hann verður þó vonandi ekki á 31" of lengi enda er planið að lyfta honum aðeins og skella 33" undir þegar þessi dekk verða ónýt

Þetta er svo mikil græja að ég bakka orðið í öll stæði og keyri um með topplúguna opna


Einn hængur er þó á bílakaupunum. Ég er með svo mikið samviskubit yfir því að kaupa mér tveggja milljóna króna bíl og fara til Tyrklands í 10 daga í sömu vikunni að ég þori næstum ekki að segja frá þessu !! (var svo hjúkrunarstarfið ekki ÖRUGGLEGA hálaunastarf??) 

en ég er ánægð með kaggann og tek mig ansi vel út í honum. Sumarfríið verður flott í svona rúmgóðum og fínum bíl! 

SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus8:47 f.h.

  Til hamingju með bílinn !
  ÞOrbjörg

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus10:15 e.h.

  Til hamingju!! Hlakka til prufa að rúnta í honum :)

  Kv, Tinna

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig