fimmtudagur, 6. maí 2010

Allt er vænt sem vel er grænt

Ég tók mér fyrirskipað frí í gær... Þó svo að ritgerðin sé tilbúin þarf ég því miður að taka eitt próf aftur. Ég féll nefnilega í bráðahjúkrun ! helvítis bömmer !  Það var þá prófið til að falla í eða hitt þá heldur
og enn meira ömurlegt að falla í fyrsta og eina prófinu sínu í síðustu prófatörninni.
Mér til örlítillar huggunnar þá féll ég þar sem ég sleppti óvart 3 bls af prófinu vegna þess að galli var í prófinu og að ég taldi ekki spurningarnar sem ég svaraði áður en ég skilaði.

já. mikill miskilningur, klaufaskapur og næstum því alfarið mér að kenna en á móti er það örlítil huggun að hafa fallið vegna þessa en ekki vegna þess að ég kunni ekki efnið nógu vel

Lítið hægt að gera í þessu nema að taka prófið aftur á mánudaginn og rústa því í staðinn. Mér til mestrar ánægju er bráðahjúkrun eitt af þeim fögum sem ég  hef mjög gaman af og er því próflestur nr 2 á efninu ekki að sliga mig.

og ég sem ætlaði að segja ykkur frá því að ég hefði tekið mér frí í gær ?  jæja, ég geri það þá núna

af kryddjurtunum er allt gott að frétta og hefur enginn bráður dauði verið yfirvofandi.

sko.... allt að gerast í pottunum ! 


Ég fór svo í gær og keypti mér jarðaberjaplöntur í gróðrarstöðinni Mörk. Mamma kom líka með mér og ég lét hana kaupa Hafþyrni (blogga um hann síðar) 

hvað ætla ég að gera við jarðarberjaplöntur ? ? 

sjáiði bara :)

svo er planið að setja þau útskot sem plönturnar mynda í gegnum botninn svo að á endanum verði öll grindin þakin jarðaberjaplöntum
en
ég sagði bara að það væri planið 


:)SHARE:

3 ummæli

 1. Nafnlaus3:21 e.h.

  Svekkjandi með prófið en eins og þú segir að þá var þetta ekki v/vankunnáttu ;o) Líst vel á ræktina hjá þér.
  Kv. Solveig

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus3:22 e.h.

  úps leiðindar misskilningur þarna með prófið en þá rúllaru þessu bara upp aftur. Ekkert mál fyrir ofur Rögnu :)

  Líst vel á kryddjurtirnar þínar.. þær eru orðnar stærri en okkar allavega.

  hlakka til að sjá jarðaberjagrindina í lok sumars ;)
  kv frá Hammel

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus5:19 e.h.

  Æi finn svo til með þér með prófið en þurftir þú ekki líka að prófa að falla? Trúi að Þetta gangi bara fullkomlega á mánudaginn í staðinn. Lýst mjög vel á ræktunina hjá þér. Heimaræktuð jarðaber eru best.
  Dagga frænka

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig