mánudagur, 10. maí 2010

it's real!!!

Lokaritgerðin er 95% smollin saman... Skila henni í lokaskilum í kvöld/nótt/á morgun
Með því verður stóru fargi af mér létt og ég get farið að eiga mér líf aftur.

Bráðahjúkrunarprófið var þreytt í endurtekt í morgun og í þessu sinni ætla ég að láta einkunnina mína vera reiknaða út frá 10 en ekki 8.8. Ég sumsé taldi spurningarnar í morgun og svaraði þeim ÖLLUM! (ólíkt prófinu í fyrir 2 vikum). Ég geri líka ráð fyrir að hafa náð og þar með er mínum prófum lokið í námi mínu til hjúkrunarfræðings.

Dagskráin fyrir lokaverkefnisdaginn er líka komin inn og þar er mitt nafn á blaði.
Ég mun kynna mitt verkefni í stofu 101 kl 13.45




Ég verð þó að segja að niðurstöður mínar úr gagnaöflun um efnið hafi komið mér ansi mikið á óvart !
ef þið viljið vita meira þá get ég sent ykkur ritgerðina eða þið einfaldlega mætið upp í Eirberg á föstudaginn og fáið ykkur kökur og kaffi... (amk kaffi og kex)

Dagskrána fyrir kynningardaginn er hér 

Það er svoldið gaman að sjá loksins dagskránna með sínu nafni á. Ég er búin að skoða þessa fjárans dagskrá í maí hverjum síðastliðin 3 ár... LOKSINS er komið að mér :) og samnemendum mínum

sólarkveðja
Ragna
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus9:18 e.h.

    Flott hjá þér. Reyni að kíkja.
    Kv. Solveig

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig