sunnudagur, 13. maí 2007

Bussstaður !

Hjúkkur ætla að æða upp í bússsstað á morgun, strax eftir síðasta prófið og vá hvað ég hlakka til

Planið á morgun verður á þessa leið !
... p.s. lesist allt !Mæting á morgun kl.14 fyrir framan ríkið á Mosfellsbæ stundvíslega :) það eru samningaviðræður um magnafslátt þannig að komið með Curator skírteinið ykkar og staðfestingu á skólavist!

Á staðnum eru bara 6 sængur þannig að ef þú vilt vera viss um að fá yfirbreiðslu fyrir nóttina þá skaltu koma með svefnpoka eða sæng!!

Sandra Ósk ætlar að baka muffins þannig að við fáum góða kvöldhressingu
Harpa ætlar að taka með sér fiðluna sína og spilar alla í svefn
Lóa Björk kemur með coco puffs
Jónsi kemur með bjúgtöflur fyrir liðið
Ása kemur með trollið hálfa leið inn í kapínuna fullt af selleríi
Gunni kemur með útvarpsvekjaraklukku
Lóa (G) kemur með alkaseltzer
Sandra F rass í vatni
Hildur kemur með kol á grillið
Helga Vala kemur með bubblubað í pottinn
Íris hryllilega skemmtilega tónlist, þar ber hæst að nefna sjon djon
Tinna kemur með ömmu gömlu
Ragna kemur með vöffludeig
Rannveig kemur með spliff, donk og gengju
Sibba kemur með hatta fyrir liðið
Sif kemur með friðaðan svan
Doddi kemur með vodkastígvél
Birna kemur með næturhanann
Kolla kemur með lífrænar döðlur fyrir alla

Svo koma Geirný og Eva með góða skapið fyrir þá sem að gleyma sínu heima ;)

Dagskrá kvöldsins er:
13:59 Mæting í ríkið
14:17 Brottför, fyrsti bjór opnaður og blöðrur fyrir börnin.
16:00 Áætlaður lendingartími. Jónsi útdeilir bjúgtöflum eftir langt ferðalag.
17:00 Hildur kveikjir í kolunum og Helga Vala lætur renna í bubblupott
17:15 Eva, Birna og Sif skera niður næturhanann og friðað svaninn og Ragna útbýr snitzel með öllu tilheyrandi.
17:30 Mætir Ása með trollið hálfa leið inn í kapínuna fulla af selleríi og útbýr meðlæti.
18:00 Sibba útdeilir höttum og allir setjast við matarborðið og gæða sér á snitzel og selleríi.
18:30 Kolla bíður fólki lífrænar döðlur í eftirmat sem verða skolaðar niður með Rass í vatni í boði Söndru F.
19-20 frjáls tími
20:00 Trúbadorarnir taka lagið og amma hennar Tinnu syngur með. Íris blastar græjurnar í hliðarherberginu og stiginn verður trylltur dans.
03:20 Doddi tekur vodkastígvélin fyrir viðstadda.
04:50 Seinasta skotið tekið.
05:00 Sandra og Ragna framreiða vöfflur og muffins fyrirsvefninn
05:15 Harpa spilar frægt verk eftir Mozart á Luft-fiðluna sína á meðan að Rannveig kynnir fyrir nýjasta æðið, spliff, donk og gengju.
11:00 Útvarpsvekjarinn hans Gunna hringir nýjan dag inn.
12:00 Lóurnar tvær gera coco puffsið og alkaseltzerinn tilbúin fyrir fólkið.

Gangi ykkur vel í prófinu og sjáumst eldhress á morgun :)
SHARE:

5 ummæli

 1. Nafnlaus6:17 e.h.

  HAHAHAHAHA!!!! ...eg er med svo mikinn spenningsfidring ad tad halfa vaeri nog :D !!!

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus7:36 e.h.

  Góða skemmtun ;0)

  SvaraEyða
 3. hmm...í öll þau skipti sem ég hef verið í prófatörnum hefur jú oft verið búið að plana að gera eitthvað svaaakalegt sama dag/kvöld og síðasta prófið er. einhverra hluta vegna hefur það þó yfirleitt endað með því að fólk lekur út af hist og her mjög snemma kvölds eftir svefnlausar lestrarnætur...
  good luck!!!

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus7:02 e.h.

  Til hamingju með að vera búin í prófum!!

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus3:00 e.h.

  Hæ elsku frænka. Til hamingju að vera loksins búin í prófunum og vonandi hafið þið skemmt ykkur frábærlega.

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig