þriðjudagur, 15. maí 2007

Prófin loksins....

....búin !

guð hvað þetta er búinn að vera erfiður, langur og leiðinlegur tími. argh.
slæmt að hugsa til þess að ég er bara búin með 1. árið í hjúkrun, svo að ég á eftir 6 prófatarnir eftir ! :/
en ef ég lít á björtu hliðarnar, þá er ég allavegana búin með 2 prófatarnir nú þegar.

Einkunnirnar munu svo halda áfram að hlaðasti inn langt fram á sumarið, því ekki eru þessir kennarar sem ég er með allir þekktir fyrir að skila einkunum inn á réttum tíma.
er samt búin að fá eina einkunn sem var 9 í fósturfræðinni ( besta prófið mitt að mínu mati)
með 9-unni var ég 6 hæst, eða í topp 25 ... :D fer allt eftir hvernig litið er á það :D

í gær fórum við svo margar úr hjúkkunni, ásamt 2 strákum sem eru með okkur í hjúkkunni (heppnir gaurar eða hvað?!)
strax eftir prófið í heilbrigðismati ( sem btw var miklu erfiðara en allir bjuggust við :/) fóru allir sem ætluðu að koma með, heim að pakka niður. Hittumst við svo í ríkinu í Mosó og versluðum í leiðinni inn í bónus.

Stoppu sjopp var svo í Hyrnunni þar sem einhverjir fengu sér pulsu og ís og Harpa Þöll verslaði sé ljótar nærbuxur ( sem voru f 10 ára og þess vegna freeeekar litlar)
eitthvað skruppu einhverjir á Bifröst í stað þess að stefna á snæfellsnesið en það skiluðu sér allir á endanum og veðrið var betra en maður hefði getað ímyndað sér ! við lágum því úti á stétt og steiktum okkur ( og harpa nældi sér í bikini far ! )
eftir að við vorum orðin svoldið þreytt á að drekka bjór og tala saman fórum við í RISAtwisterinn og um leið var ljótu sólgleraugna/ljótu nærbuxna keppnin haldin og viti menn... Ragna Vann nærbuxnakeppnina, í allt og litlum sjúkrahússnærbuxum. Sólgleraugnakeppnina vann svo hún Tinna :D

kvöldið hélt áfram að vera skemmtilegt og grilluðum við, átum og fórum (ALLT OF MÖRG) í pottinn :D
þar fórum við í spurningardrykkjuleikinn sem sló í gegn enda ekki of flókinn fyrir liðið sem hafði byrjað að drekka fyrir 3 um daginn.
seint og síðar meir komu svo trúbadorarnir sem við vorum búin að leigja og þeir spiluðu og héldu uppi stuðinu LANGT fram á nótt :)

seint og síðar meir fór ég svo að sofa hjá henni Írisi minni sem fær sko toppeinkun fyrir að vera góð hjásvæfa... Svefninn hefði verið aðeins betri þó ef að Harpa hefði ekki fengið í magann og alltaf verið að prumpa á okkur írisi þar sem við lágum í hjónarúminu fyrir neðan hana... helvítis óheppni að það hafi vantað eina rúmfjölina í rúmið hjá henni. Við munum það bara næst að hafa hana bara hliðina á okkur :D

morguninn byrjaði ég svo á að "STEIKJA" vöfflur í liðið og bauð upp á sýróp, rifsberja+bláberjahlaup og rjóma.
(það fannst ekkert vöfflujárn)

heimferðin var aðeins minna sprennuþrugnin og æsingurinn aðeins minni enda heilsan misgóð og fólk misvel sofið... :) Sandra kann ekki að meta góðan söng... :D "I REALLY NEED U TONIGHT!!!!" hahaha

takk fyrir mig elskurnar og hlaka til að sjá ykkur sem fyrst !

p.s. ég er uppí Eirbergi að blogga þetta! ! !:) (án gríns! :S)


og eitt enn...
auðvitað eru myndirnar komnar inn...
þær eru HÉR
Videoið bíður videokvölds:D
SHARE:

9 ummæli

 1. Nafnlaus7:52 e.h.

  Sko..í fyrsta lagi gleymiru að nefna að ég vann twisterkeppnina.. og í öðrulagi varst það þú sem byrjaðir að prumpa í pottinum og bjóst til bubblebath!

  SvaraEyða
 2. já, gleymdi að ég hafði ekki unnið twisterinn...
  lenti samt í 4 sæti og fékk því engan pening :(

  en það var lóa sem prumpaði í pottinum... ég sver af mér allt svona ! :p

  SvaraEyða
 3. og ég prumpaði líka í pottinn:P
  lífeðlisfræðilegt bubblubað! Ættum að stofna svona þjónustu:P

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus10:19 e.h.

  Þetta var svo svakalega skemmtileg ferð :) !! ...Þið eruð algert snilldarfólk og er þetta pottþétt ekki síðasta ferðin okkar saman :)

  knús, Tinna

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus10:48 e.h.

  æi það var voða gott að kúra hjá þér líka, verðum að endurtaka þetta einhvertímann, plús það að ég er komin með matarást á þér líka;)kisskiss
  kv Íris

  SvaraEyða
 6. Nafnlaus10:52 e.h.

  Vá !!! til hamingju með 9-una. En þú verður að viðurkenna að eftir á eru prófatarnir pínulítið skemmtilegar ;-) Mínar eru það a.m.k, þó ég sé u.þ.b að mygla úr leiðindum núna...

  SvaraEyða
 7. já Mattý... allt í einu sakna ég þess að vera ekki að fara upp í skóla, hella upp á kaffi og vera með krökkunum allan daginn... það var að langbesta við prófatörnina...

  undarlegt hvað ég er fljót að gleyma hve leiðinlegt það er að læra undir þessi próf... ég gæti skráð mig í prófatörn sem valfag ef það væri boðið upp á það í kvöld :D

  SvaraEyða
 8. Nafnlaus11:07 e.h.

  haha Ragna ég held þú ættir að giftast írisi.. þar sem hún telur góða hjásvæfu.. (eða var hún kannski fyrir innan) =)

  SvaraEyða
 9. hahahahah ó já ,,,, hún var fyrir INNAN ! ! !

  :) ;) ;)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig