miðvikudagur, 16. maí 2007

fyrsti dagurinn í sumarfríi

víhí...

ef að allt hefur gengið upp í prófunum þá er ég orðinn 25% hjúkrunarfræðingur :D

næsta önn er að sögn annarra ára í hjúkrun aaafar snúin... mikið af verkefnum, verklegu og þetta eru 16 einingar.. en það verður örugglega skemmtilegt :D vá hvað ég hlakka til :D


Örveru og sýklafræði - 4 einingar

Námskeið fyrir nemendur í hjúkrunarfræði. Fyrirlestrar: Helstu hópar örvera. Bygging bakteríufrumunnar. Næringarnám og vöxtur örvera. Áhrif umhverfisþátta á vöxt örvera. Erfðafræði baktería, flutningur erfðaefnis. Sótthreinsun og dauðhreinsun. Lyf gegn örverum. Örverur sem sjúkdómsvaldar. Helstu bakteríur, sveppir og sníkjudýr, sem valdið geta sýkingum í mönnum: náttúruleg heimkynni þeirra og smitleiðir. Einkenni, greining, meðferð, horfur og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sjúkdómum af þeirra völdum. Faraldsfræði smitsjúkdóma. Sýnatökur og frágöngur sýna til sýklarannsókna. Spítalasýkingar. Grundvallaratriði í gerð og flokkun veira, fjölgun veira og verkanir þeirra á frumur. Helstu veirusýkingar í mönnum, smitleiðir þeirra og faraldsfræði. Ónæmisaðgerðir gegn veirusjúkdómum og lyfjameðferð. Greining veirusótta í rannsóknastofu, taka og sending sýna. Orsakir, einkenni og greining á helstu sveppa- og sníkjudýrasýkingum í mönnum. Verklegar æfingar: Ræktun örvera. Örverur á húð, normalflóra og flökkuflóra. Mikilvægi handþvottar. Sótthreinsiaðferðir og dauðhreinsiaðferðir. Örverur í matvælum og vatni. Smásjárskoðun á sveppum og bakteríum. Smásjárskoðun á veirusmituðum frumuræktum.

Lyfjaafræði - 3 einingar

Lyfjahvarfafræði: Frásog, dreifing, útskilnaður og umbrot lyfja. Gildi lyfjamælinga í blóði. Lyfjaviðtakar. Samband skammta og verkunar. Hjáverkanir lyfja. Öldrunarlyfjafræði. Milliverkun lyfja. Lyfhrifafræði: Lyfjafræði innkirtla. Bólgueyðandi lyf. Lyfjafræði úttaugakerfis. Lyfjafræði miðtaugakerfis. Blóðþrýstingslækkandi lyf. Hjartalyf. Segavarnarlyf. Fitulækkandi lyf. Eitranir í heimahúsum.

Lífeðlisfræði II - 3 einingar

Námsefni: Blóðrás og stjórnun blóðþrýstings. Öndun. Starfsemi nýrna, sýru-basavægi, seltu- og vökvavægi. Melting. Vöxtur, þroski, æxlun. Stjórn efnaskipta og orkujafnvægis. Stjórn líkamshita. Varnarkerfi líkamans. Meðvitund og atferli. Verklegar æfingar/verkefni: 1) Viðbrögð líkamans við áreynslu. 3) Útskilnaður (verkefni). Æfing um blóðrás og öndun í samvinnu við 11.12.33 Greining hj.viðfangsefna og meðferð. Kennsla er á formi fyrirlestra, umræðufunda og verklegra æfinga. Skylt er að mæta í allar verklegar æfingar og skila fullnægjandi skýrslum. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðufunda og verklegra æfinga. Skylt er að mæta í allar verklegar æfingar og skila fullnægjandi skýrslum.

Greining hjúkrunarviðfangsefna og meðferð - 2 einingar

Þetta námskeið fjallar um greiningu lífeðlisfræðilegra viðbragða hjá sjúklingum og viðeigandi hjúkrunarmeðferð. Þar má nefna atriði er tengjast sárum og sárameðferð, verkjum, útskilnaði, vökva- og elektrólýta, öndun, blóðrás.

ónæmis-og meinafræði - 2 einingar

Ónæmisfræði (1 e / 2 ECTS): Ónæmiskerfið, líffæri og frumur. Ósérhæfðar varnir, átfrumur og kompliment. Sérhæfðar varnir, þroskun og sérhæfing eitilfrumna, sértækni og greining. Ónæmissvör, sjálfsþol og stjórnun. Ónæmisbilanir, ofnæmi og sjálfsofnæmi. Varnir gegn sýkingum og bólusetningar. Meinafræði (1 e / 2 ECTS): Blóðsegi og blóðrek, bólga, frumumein, frumuáverkar, góðkynja og illkynja æxli, græðsla, hjarta- og æðasjúkdómar.

Aðferðir í hjúkrun II - 2 einingar

Þetta námskeið er kennt samhliða námskeiðinu Greining hjúkrunarviðfangsefna og -meðferð. Annars vegar er um að ræða sýnikennslu í verknámsstofu. Námsmat er staðið/fallið í hverri kennslustund. Hins vegar er um að ræða klínískt nám á skurðdeildum eða lyflækningadeildum sjúkrahúsa. Áhersla er lögð á mat og greiningu hjúkrunarvandamála hjá sjúklingum, skráningu hjúkrunar, þjálfun í klínískri færni og heildrænni hjúkrun.
SHARE:

3 ummæli

  1. Nafnlaus5:51 e.h.

    Jeminn eini, og erum við að fara að læra ALLT þetta??? díses

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus2:29 e.h.

    damn, þetta er ekkert smá spennandi! ég er sko löngu farin að hlakka til.. grínlaust!

    SvaraEyða
  3. Til hamingju með að vera búin í prófum fröken-25-prósent-hjúkka! ;)

    Og já, 16 einingar eru snúnar, meina 15 einingar er fullt nám... var einmitt að klára 18 eininga önn núna! Mæli ekki með því.
    En samt óóóóótrúlega fegin að vera búin með "svona mikið" :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig