miðvikudagur, 2. maí 2007

number two

fósturfræði er á morgun og ég er tiltölulega sultuslök.
ég næ þessu prófi pottþétt nema ef kennarinn komi með einhverjar mjög óvæntar uppákomur í prófspurningum ;)

annars er Tryggur (bíllinn minn) kominn í "lag" og kominn aftur í mínar hendur, þess vegna er ég ekki lengur keyrandi um á Stjána Bláa sem var orðinn frekar leiðinlegur við mig ( mórall er þetta )

mamma kom líka og gaf mér smá dót í eldhúsið ( já ég á orðið pönnukökuspaða og get því bakað pönnukökur LOKSINS)...
svo var hún svooo sæt og gaf mér dökkbleika Gerberu ( sem er uppáhalds blómið mitt) svona af því að ég er í prófum

brósi er fluttur til víkur og það eru bara 14 dagar þangað til að ég flyt, smá blendnar tilfinningar þar á ferð enda vildi ég aaaalveg eins vera í bænum, hjá öllu þessu frábæra fólki sem er alltaf í kringum mig þar. Þetta er síðasta sumarið sem ég vinn þar sem ég fæ hæstu launin... ætli ég verði ekki einhversstaðar að hjúkra fólki næsta sumar :)

á laugardaginn er ég að fara að syngja í Brúðkaupi í Garðakirkju og fékk Hjördísi Ástu til að vera mér til halds og trausts


svo minni ég á 12. maí á kaffinu í vík ! þið MEGIÐ ekki láta ykkur vanta :p


kv

Ragna- sem skrifar blogg algerlega í engu samhengi !
SHARE:

4 ummæli

 1. Nafnlaus10:44 e.h.

  Gangi þér vel á morgun! mæti í pönnsur þegar þú ert búin í prófum eða bara í morgunpönnsur áður en við förum út! ;)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus11:49 f.h.

  Tryggur??? ertu búin að skíra Trausta upp á nýt??? :)

  Annars takk fyrir heimsóknina.. alltaf gaman að fá þig :)

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus2:21 e.h.

  mig langaði í pönnukökur þegar ég las þetta, verst að ég nenni ekki baka þær :$

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus8:55 f.h.

  trausti var gamli bílinn hennar

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig