þriðjudagur, 3. maí 2011

Bláberjamuffins



Einhver var búinn að svara myndagátunni sem ég setti hér inn fyrir helgi. 

Það sem var í skálinni voru öll innihaldsefni fyrir bláberjamuffins og ég get sagt ykkur það að þessar bláberjamuffins eru ekki af verri gerðinni og algjört nammi nammi namm!

Ég á enn slatta af bláberjum í zip-lock pokum inní frysti sem ég týndi sl haust í gríðar mikilli háskaför með Brynju (kasóléttri) og Kollu vinkonum mínum en ætla ég ekki að fara nánar útí þá ferð nema að segja að það fóru 2 jeppadekk á haugana þegar heim var komið (þetta eru dýrustu bláber í Reykjavík og þó víðar væri leitað!) 

Ég hvet samt alla til að eyða einni klst eða svo næsta haust til að skríða út í móa með vinum, fjölskyldum eða ein með ipod í eyrunum og týna nokkur bláber í fötu til að eiga í frysti... Kostar ekki neitt að týna bláberin, hægt að búa til gómsætar sultur og frosin bláber má nýta allt árið um kring til að gera heitar bláberjasósur, bláberja súpu, bláberjakökur, bláberjamuffins, bláberjasaft, bláberjasalatdressingu, bláberja boozt og svo sjálfsagt eitthvað meira ef ykkur dettur í hug.
Ef þið hafið ekki nokkurn áhuga á að fara og týna bláber (og ég þekki nú alveg nokkra sem eru á þeirri skoðun að berjatýnsla sé með því leiðinlegra sem hægt sé að gera í lífinu) þá fást frosin ber í pokum í flestum búðum

Hér kemur samt gómsæt uppskrift að stórum fluffy bláberjamuffins með krispí topp og safaríkum berjum í miðjunni. 


Í flest öllum góðum bakstri byrjar hamingjan með smá smjöri og sykri 

Galdrar gerast þegar búið er að þeyta smjörið og sykurinn vel saman og eggjum bætt útí einu í einu...
Fyndið að í öllum uppskriftum er sagt "einu í einu". . . Ég prufaði einu sinni að vera brave þegar ég var að gera 20 marmarakökur í stórri hrærivél og skellti 15 eggjum útí einu. Það gerðust engar hamfarir og marmarakökurnar voru eins og alltaf. Það voru smá vonbrigði að reglan að bæta eggjunum útí einu í einu væri í raun bara til að maður gæti dáðst að því að sjá egg og sykur verða að fallegu og fluffy deigi. 

Svona lítur fallegt og fluffy deig út :)

Öll þurrefni + mjólk sett útí 

uppskriftin segir hvergi að maður eigi að setja vanilludropa.
Mér finnast samt vanilla + bláber vera jafn gott par og sítróna + bláber og skellti 1/2 teskeið af dökkbrúnu vanilluextract gulli útí. 

útí blönduna fara 2 bollar af bláberjum.... 

Uppskriftin gerir 10 stórar muffins... Hægt að setja þau beint í muffins mót (ég á því miður ekki mynd af þessum muffins þegar þær voru tilbúnar. Það þarf sumsé ekki að nota pappír frekar en þið viljið. Munið bara að það þarf að láta muffinsið kólna aðeins áður en þið reynið að taka það úr formunum. 





Setja þau í pappírsform eins og þessi. Þessi form fékk ég í Allt í köku.is  en einnig væri hægt að klippa niður litla ferninga af smjörpappír og brjóta þá ofan í muffinsholurnar.


Ofan á muffinsdeigið er settur smá sykur til að fá enn meira krispí topp 

Eftir góðan tíma í ofninum litu kökurnar svona út ... ó mæ!!!

Hér var erfitt að hringja ekki út hópsímtal á vinkonurnar og bjóða þær akút í kaffi... 




Sjáið þessi fallegu bláu ber... mmmm



Uppskrift: 
Gerir 10 stk stórar muffins eða 12 venjulegar

115 gr smjör 
1 + 1/4 bolli sykur 
2 egg 

2 bollar hveiti1/2 tsk salt 
2 tsk lyftiduft 
3/4 bolli mjólk (ég bæti vanalega um 2-3 msk í viðbót) 
(1/2 - 1 tsk vanillu extract ef þið viljið) 

2 bollar bláber (frosin eða fersk) 


Aðferð:

-Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan lýsist. 
-bætið eggjunum útí einu og einu og hrærið vel á milli. Þeytið þessu vel saman þangað til ykkur finnst blandan orðin loftmikil og ljós
-Bætið þurrefnum + mjólk útí og hrærið þar til það er blandað. Engin ástæða er að hræra kökudeig lengur en bara til að það blandist vel saman. Sé það hrært of vel binst glúteinið of mikið og kakan getur orðið seig 
-Setjið muffinsið í muffinsform, með pappírsformum eða ekki og stráið smá sykri yfir muffinstoppana. 
-Bakið í ofni við 180°C í 30-40 mínútur. Mínar muffins voru inni í 42 mínútur en séu notuð fersk, ófrosin ber þá mun bökunartíminn vera styttri.

Ath að ef þið geymið muffinsið yfir nótt eða í einhvern tíma, ekki setja það í poka eða í box með loki... Muffinsið er mjgö safaríkt og mjúkt og toppurinn verður mjúkur og blautur ef það er sett lok eða ofan í poka. . . Leyfið því að standa á borði í staðinn

Ath nr 2
Ef þið eigið ekki bollamál... Gerið þá ráð fyrir að bollinn sé 250 ml eða 2.5 dl
Að vísu eru Bandaríkjamenn og Evrópubúar ekki sammála um stærð bollanna en í Bandaríkjunum er einn bolli 237 ml og í Evrópu er bollinn 250 ml
Þessi uppskrift er upprunanlega bandarísk svo ef ykkur langar að leika ykkur að því að reikna út 237 ml af hveiti osfrv ten go ahead.
Ég hef persónulega ekki lent í veseni með að nota 250 ml í staðinn og bæta frekar örlítið af mjólk við til að vega upp á móti. Ég er samt búin að finna bandarískt bollamál í Pipar og Salt (ein af mínum uppáhalds búðum !) og þarf að fara að kaupa mér það bráðum. 

Enjoy !!!!




SHARE:

5 ummæli

  1. Nafnlaus1:52 e.h.

    Það er alltaf svo gaman aðlesa bloggið þitt Ragna

    Áslaug

    SvaraEyða
  2. Nú langar mig í muffins...

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus8:53 f.h.

    mmmmm. obbosiss muffins

    SvaraEyða
  4. Vantar í skrifuðu uppskrift hvar þú bætir inn bláberjunum. Þurfti að skrolla upp í myndirnr til að fá að vita það.
    Annars skemmtileg og góð uppskrift.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus11:47 f.h.

    Hef bakað þessar frá þér og þær eru mjög fínar

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig