mánudagur, 31. mars 2008

svona svo að ég bloggi EINU sinni enn í dag..

og reyni að halda jákvæðninni eins hátt uppi og geðslag mitt leyfir

Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun er GLIMRANDI góð :D 
þ.e.a.s ef tekið er í myndina að það er 1. apríl þá og 23 dagar í sumardaginn fyrsta, en sumarið hefur nú held ég aldrei byrjað á þeim degi svo að hann er bara til að geta dottið í það á miðvikudegi held ég. 

veðurspáin er 6 stiga hiti og 4 m/s.

Ef veðrið verður svona þá kaupi ég mér hjálm og körfu á NÝJA HJÓLIÐ mitt, set á mig sólgleraugu og held á vit ævintýranna... Hve lengi ég ætli verði að hjóla til Bahamas?
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig