mánudagur, 24. mars 2008

Páskarnir búnir

og ég er ekki byrjuð á páskaeggi nr 2...

Páskarnir hafa í heildina verið ansi góðiðr þó svo að ég hafi verið að vinna um helgina. Ég fór þó að djamma á laugardagskvöldið eftir Partý og co EXTREME partý hérna heima. Kíkti á B5 og Apótekið, 2 staði sem ég hef ekki farið á áður. Leist vel á báða en þó betur á Apótekið. Harpa tók myndir svo að ég þarf að bilkka hana en ekki hún mig um myndir í þetta skiptið.
Núna held ég að ég sé búin að vinna síðustu hjúkkuvaktina mína og á bara 2 vaktir eftir þangað til að ég hætti :) Tíminn sem ég talaði um að mér fyndist ekki geta liðið hægar hefur eftir allt liðið aðeins hraðar en ég hélt. Sumir dagar eru þó lengur að líða en aðrir af ýmsum ástæðum.

Í kvöld beið ég og beið eftir að Mannaveiðar myndu byrja á RÚV. Loksins ætlaði ég að reyna að fylgjast með þáttaröð í sjónvarpi. Mannaveiðar er spennandi nafn og lofaði góðu leikaraskarinn sem leikur í myndinni. Í kynnigunni frá Siggu Halldórs, þulu, komst ég að því að ég, lestrarhesturinn, er búin að lesa bókina sem þættirnir eru byggðir á og það sem merkilegt er. er að ég MAN hvernig hún endar.. djööö :) ég gerði samt eins og ég sagði Hildi áðan, ég horfi á þættina gagnrýnum augum og rifja upp bókina á meðan. So far eru þættirnir vel byggðir á bókinni þó svo að ég hafði ímyndað mér karakterana sem hafa komið fram núna öðruvísi.

Þegar Mannaveiðar voru búnar tók ég aaaaðeins til eftir partýið þar sem ég kúrði uppí rúmi í allan gærdag áður en ég fór í vinnuna og FÉKKST ekki framúr og fór svo á kvöldvakt og morgunvakt í morgun. Draslið beið því kurteislega eftir mér og hafði ekki fært sig úr stað síðan ég skildi við það á laugardagskvöldinu. oh, það er svo yndislega vel upp alið ! Alltaf hugsa ég samt til ess að ég gleymi of oft að bjóða Fúsa og Guðnýju í partý og gistingu... bæði vegna félagsskaparins og þeirra þæginda sem það hefur í för með sér þegar kemur að því að taka til.

Verð að segja ykkur líka frá því að þið verðið núna að fylgjast vel með mér. Ég er satt að segja komin á hálan ís. :/
ég, einhleypa stelpan, ein í 3ja herbergja íbúðinni... Ég, framtíðar hjúkrunarfræðingur og upprennandi kvenskörungur er farin að rækta... Ég skellti í potta áðan fræjum af Myntu, kóríander, graslauk, basilíku, rósmarín, oreganoi, timjan og steinselju og ætla að sjá hvernig til tekst. Þessi sáning fór fram með miklu slumpi og án nokkurrar þekkingar á svona aðferðum... hvað á að setja mikið í pottinn af mold, hvað á að setja mikið af fræjum, á að þjappa, á að dreifa einhverju yfir fræin? ? ? Eigi veit ég ! þess vegna gerði ég sitt lítið af hvoru og ætla að tala fallega við kryddin mín á hverjum degi og vona að ég sjái allavegana einn pott lifna við. ( það er þarna sem þið þurfið að hafa auga með mér... svona ef ég fer að tala of mikið við pottana!) :)

Ég er ekki ennþá búin að komast almennilega að því hvert ég er að fara næstu helgi, þarf að fara að komast að því bráðum...

until then ...

xox
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus1:33 e.h.

    Hehehe... Þú býður okkur bara næst ;) kiss kiss :*

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:42 e.h.

    blikk blikk ;)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig