laugardagur, 15. mars 2008

Helgin...

Ég er minna og minna að verða lítil í mér. Öll að koma til og held bara að ég geti feisað margmenni bráðum :) En... þetta er ekki alveg komið... litla Ragna er hérna, ennþá, guð hvað mig langar til að losna við hana, hún er HUNDleiðinleg ... 

Mamma og pabbi komu í bæinn í gær að útréttast og ákváðu að gista eina nótt hérna, auðvitað var Jobbi gullmoli með sem elskar nú auðvitað alla ;) Fórum út að borða á Pottinn og Pönnuna og fengum okkur dýrindis nautasteikur og vín meððí. Afsökunin fyrir út-að-borða ferðinni var sú að ég varð víst árinu eldri um daginn og þau höfðu varla séð mig síðan fyrir þann tíma.
Ég var svo að vinna í morgun og var á hjúkkuvakt. Ég er meira og meira að elska þessa vinnu. Hún er svo miklu meira en ég hélt og ég er þó bara á hjúkrunarheimili, sem er ekki framtíðar/draumastarfið. Ég held allavegana að það myndi EKKI eiga við mig að vera bara sjúkraliði. Ég er núna búin að láta einhverja starfsmenn elska friðinn og strjúka kviðinn og það var svoldið skrítið að vera sáttasemjari og nota einhversskonar sálfræði á fólk sem er ELDRA en ég. jæks. En þarna var Ragna "hjúkka" á vakt og úr þessu varð að leysa og viti menn. Það gerði það sko aldeilis. Maður þarf að vera útsjónasamur í þessu líka og taka ákvarðanir sem skitpa máli... fletta upp dóti, afla sér upplýsinga og muna hluti.. vá þetta er svo gaman ;) 

Eftir þessi 2 ár í skólanum er ég  búin að læra að nærvera við fólkið skiptir alveg GRÍÐARLEGU máli og er ég mjög meðvituð búin að vera að æfa mig í því :) setjast niður þegar ég gef lyfin og spjalla við þá sem það geta, jafnvel þó að ég viti að sum hver muni ekkert muna eftir mér 10 mínútum seinna. 

Fleira er ég búin að komast að... að það er litið upp til manns... ÞAÐ finnst mér líka skrítið :) MIG ? 

Ég er að reyna eins og ég get að vera eins mikill jafningi starfsmanna og ég get þegar ég er ekki að taka hjúkrunarfræðingavaktir, ekki þykjast einhverja stereótýpuhjúkka, yfir aðra komin sem skipar fyrir og lítur stórt á sig. En svo þarf ég auðvitað að svissa aðeins um hlutverk  þegar ég tek hjúkrunarfræðingavaktinar og hugsa ekki bara um 8 sjúklingana sem ég hef "umsjón" með  yfir daginn ásamt öðrum starfsmanni, heldur þá þarf ég að hugsa um alla 40 manneskjurnar sem búa þarna, í 2 húsum, starfsmennina, gefa lyfin, kíkja á sár, meta útbrot og setja áburði, spjalla og halda friðinn og strjúka kviðinn... Allt þetta gerir þetta svo áhugavert að ég get pælt í því lengi eftir að ég kem heim hvað ég hefði getað gert betur  og hvað hefði líka átt að gera eða segja. 

Þegar ég kom uppgefin úr vinnunni kl 4 voru mamma og pabbi að taka aðeins til hérna í íbúðinni.. þvílíkt sem það var þægilegt.. Ég hef bara ekki meikað það. Draslið var ekki mikið en það þurfti að þurrka af og þrífa sturtuna og þessa hluti sem alltaf þarf að gera af og til. Ég veit að ég hef ekki verið dugleg við þetta, ekki verið dugleg við að elda eða gera nokkuð hérna og mig langar til að það fari aðeins að breytast með hækkandi sól. Ég uppgötvaði það þegar ég stóð inní herberginu hans þráins/lærdómsherberginu að ég hef ekki komið þangað inn í næstum 2 vikur núna. Ég hef einu sinni kveikt á sjónvarpinu inní stofu á þessum tíma líka. Ég má ekki gleyma að ég bý ein í 80 fm2 íbúð en ekki í einu herbergi með aðgangi að baði og eigi bara ABT og appelsínur inní ísskáp. 

Ég var að spá í að reyna að gera eitthvað í kvöld en ég er ótrúlega þreytt eftir þessa viku.EEkkert frí og ég er líka að vinna hjúkkuvakt annað kvöld. Fór því í langa, heita sturtu og skreið svo uppí rúm, hér ætla ég að vera þangað til að þolinmæðin klárast í fyrramálið á að vera í leti. Ef veðrið verður eins gott á morgun og það var í dag langar mig að fara í göngutúr eða sund. Hver er geim ? :) Ætli nefið á mér hefði ekki bara gott af einni eða tveimur freknum? :) 

Gleymdi líka að segja ykkur mesta afrek dagsins :) ég keypti mér bíl í dag... !!! :) með LANGTÍMA láni eins og þau gerast best ;) 

love yourselves

xxx
SHARE:

3 ummæli

  1. Nafnlaus8:22 f.h.

    what.. þú varst ekkert að segja það í gær???

    hvernig bíl???

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:29 f.h.

    óóóógeðslega dugleg :o)

    til hammó með nýja kaggann ;o)

    Bogga

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus12:03 e.h.

    ég segi það með þér Árún... það var ekkert verið að segja manni það þegar ég talaði við þig í gær :) en til hamingju með kaggann :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig