þriðjudagur, 11. desember 2007

lífeðlisfræðipróf

... gekk vonum framar, en gekk samt alveg ágætlega.. er einhversstaðar fyrir ofan eða neðan fimmuna og gvuuuuuð ég vona að ég sé fyrir ofan fimm því að tilhugsunin fyrir sumarpróf í þessu er alger dauði ! Yfirferðin fyrir þetta fag er alveg fáránleg og þó svo maður hefði (ó ef maður bara hefði) byrjað snemma að lesa (eins og fyrir svona 2 mánuðum eða svo) þá hefði maður samt ekki verið búinn að læra allt. gasalega margar bls og skemmtilegar flækjur... 

hef alveg lúmskan áhuga á þessu fagi og leiðinlegt að þetta sé svona illa kennt og glósurnar séu svona lélegar. 

lífið hérna uppí Eirberg er aftur að detta í sama farið og panic ástandið sem var í gær er að mestu liðið hjá. Eva er farin að segja klámbrandara og Jónsi farinn að segja mér að þegja :) ó já, þetta er aftur orðið eins og það var !  Kaffidrykkjan fer samt ekkert minnkandi og erum við komin í harðari efni (orkudrykki) þ.e.a.s þessir allra syfjuðustu. 

á  föstudaginn er lyfjafræðin



SHARE:

4 ummæli

  1. Nafnlaus12:04 f.h.

    Þú er nú allavega kominn í þann sterkasta í flokki orkudrykkja...Bomba - B-O-B-A!! ;)

    (Ég leyfi mér að vitna í kónginn).

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:11 f.h.

    hehehe :) gangi þer vel í næsta prófi ;)
    Bogga

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus6:43 e.h.

    ákvað að kvitta fyrir mig svona einusinni ;) Ef þú þarft að taka sumarpróf sem ég efast nú um þá á ég eðal glósur úr lífeðlisfræði I og II..en gangi þér vel í næstu prófum!
    kv.Ásrún

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus9:45 e.h.

    Gangi þér vel á morgun,
    Hugborg

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig