miðvikudagur, 11. júlí 2007

Hildur vinkona ...

... og ég fórum á rúntinn... alveg eins og þegar ég var nýkomin með bílprófið. Eini munurinn á þeim rúntum og þessum var að þá rataði ég EKKERT í Reykjavík ( enda alger nýbúi í Reykjavík) og rataði ekkert um helstu götur Reykjavíkur. Núna fórum við annars vegar upp í Vatnsenda og þar var ég álíka jafn LOST og ég var í gamla daga á Charade litla.

Einhvernveginn lá leið okkar svo upp í Heiðmörk þar sem þvottabrettavegur ársins var fundinn. Það er nú kannski skömm að segja frá því en ég hef hreinlega aldrei komið upp í Heiðmörk áður ! ég kenni því bara um að það hefur enginn boðið mér þangað ! pliff !! :)
ferðin var þess í stað ansi spennandi og skemmtileg þegar við hristumst sundur og saman hlustandi á "Í brekkunni á Þjóðhátíð í Eyjum" Við gerðum líka smá pit-stop þegar við sáum draumahúaið okkar !
jæja
ég ætla að reyna að toga nýrun mín upp á sinn rétta stað... mig grunar að þau hafi skoppað niður í grind í öllu þessu hoppi og skoppi ;)
SHARE:

4 ummæli

 1. Nafnlaus7:42 f.h.

  hey flott hús!!

  SvaraEyða
 2. þú veist að unglingar sem eru nýkomnir með bílpróf fara einmitt í Heiðmörkina til að keyra hratt og skransa...og velta svo nýju fínu bílunum sínum eða foreldra sinna, það er mjög oft verið að ná í tjónabíla og rjóða unglinga upp í Heiðmörk ;)

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus11:19 f.h.

  Mig langar í svona hús..

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus3:20 e.h.

  Hehe... Ohh hvað ég var farin að sakna rúntanna okkar þegar við villtumst um götur borgarinnar á Trausta, skellihlæjandi og hlustandi á góða tónlist. Takk æðislega fyrir rúntinn! :)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig