sunnudagur, 18. febrúar 2007

helgarrapport

helgin var frábær, eins og svo margar aðrar upp á síðkastið.

Ég byrjaði reyndar helgina svoldið snemma, eða á föstudaginn. Fór þá með hjúkkunum í vísindaferð í Mastercard.
þar var svosem ekkert nýtt til að segja frá, við fengum gullnar veigar og rosalega góðan mat frá Friday's.
Eftir mastercard skutlaði strætóinn okku á Pravda þar sem við trylltum dansgólfið í langan tíma. Ég reyndar byrjaði á að fara í hresst partý til Rannveigar og Sibbu.

ég var komin heim rúmlega 1 (hey, ég byrjaði að drekka hálf 4 ! ) :)

vaknaði svo allt of snemma á laugardaginn, og veit ekki af hverju, ég var búin að hlakka pínu til að sofa út.
en jæja
vaknaði hálf 10 og fór svo austur seinna um daginn. Til að fara í á þorrablót á Eyrarlandi.
það var sko ekkert smá gaman !
maturinn góður og þetta var örugglega besta ballið sem ég hef farið á af öllum þessum 5 þorrablótum sem ég er búin að fara á .
ég söng auðvitað með Magga Kjartans eins og í fyrra og ég VAR SKO SÍÐUST HEIM úr sætaferðinni! lol

fór svo og söng við æðruleysismessu í dómkirkjunni, þar sem alkahólistar og fíkniefnaneytendur ná í sinn styrk næstsíðustu helgi í hverjum mánuði. Reyndar held ég að flestir þarna séu þeir sem hafa frelsast.
svo í endann var boðið upp á fyrirbænir og máttu einstaklingar koma upp að altari þar sem prestarnir báðu með fólkinu.
ég með mínar samúðartilfinningar fór auðvitað að skæla þegar fólkið kom grátandi niður, með svo roooosalega átakanlega svipi í andlitum þeirra. úffs

en á morgun á ég ammili! :D

ætla að byrja daginn í andlitshreinsun og fer svo að baka, þegar skólinn er búinn :)

við sjáumst svo öll annað kvöld
(það er enginn boðslisti)
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus11:07 f.h.

    Er ég að skilja þetta rétt ? Fórst þú þunn eftir þorrablót að syngja í messu fyrir alkóhólista og fíkniefnaneytendur ... kómískt ;-)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig